Saga - 1971, Síða 168
166
LtTÐVlK krxstjánsson
en þrír segja þá hafa verið 50.39 Mér virðist seinni talan
sennilegri, þótt annálum beri að vísu ekki saman um stærð
bátanna, því að einn þeirra telur, að hér hafi verið um 9
sexæringa og þrjú tveggjamannaför að ræða,40 en annar
segir þessa báta hafa verið 9 f jögramannaför og 3 tvegg.la'
mannaför,41 sem er sennilegra. Hafa verður í huga, að a
þessum tíma árs var að öllum jafni 5 manna áhöfn á f jögra-
mannaförum.
Fimm annálar greina frá skipstöpum undir Jökli. Þrir
telja,42 að þar hafi farizt 4 skip, einn 3 eða 443 og sá
fimmti segir skipin hafa verið 3 og á þeim 22 menn.44 4
Hestsannál er þetta orðað svo: „Á Vesturnesi 4 (skips-
tapar), týndust 27 menn“. Ekki var ótítt, að Borgfirðingar
kölluðu Snæfellsnes Vesturnes. Mér þykir frásögn Hests-
annáls sennilegust, enda fór þá enn margt Borgfirðinga
þangað vestur til útróðra, svo að séra Benedikt á Hesti
hlaut að vera nærkomnari fregnum af sjóslysunum undu
Jökli en t. d. séra Eyjólfur á Völlum í Svarfaðardal, eI’
telur, að við Snæfellsnes hafi þennan dag farizt 3 skip u1®®
22 mönnum. — Þögn Grímsstaðaannáls um sjóslysin undir
Jökli er kynleg, en af henni má þó ekki álykta, að þaU
hafi ekki orðið. Frásögn annálsins af slysförum þetta aí
er fremur ruglingsleg og lítt á hana treystandi í flestum
atriðum.
Eftir því sem nú hefur verið rakið, verður helzt að ætla>
að 8. marz árið 1700 hafi farizt hér við land 33 skip °%
bátur og af þeim drukknað 160 menn. En auk þess fórus
5 menn, sem ýmist drukknuðu í lendingu eða tók út a
bátum. I engum annál er greindur fjöldi þeirra skipa
báta, sem fórst þennan dag, en hins vegar telur einn ann-
állinn, að með þeim hafi farizt 136 menn. Efalítið er héi
málum blandað hjá séra Eyjólfi á Völlum, þar sem hauu
telur mannfjöldann, sem drukknar 8. marz 1700, nákvæiu
lega hinn sama og í sjó fórst á góuþrælinn 1685. Hests
annáll og Mælifellsannáll segja, að drukknað hafi 1
menn í fárviðrinu 8. marz, en Fitjaannáll telur þá ha a