Saga - 1971, Qupperneq 170
168
LÚÐVlK KRISTJÁNSSON
Af þeirri könnun, sem ég hef gert, virðist helzt mega
ætla, að drukknað hafi í sjó hér við land 185 menn árið
1700 og þar af 165 menn þann 8. marz.
í bænarskrá til konungs, sem samin var og undirrituð
á Alþingi 2. júlí þetta ár, er greint frá sérlega erfiðu ár-
ferði og bágum kjörum landsmanna. Síðan segir á þessa
leið í íslenzkri þýðingu: „Fyrir utan áðurlýst ástand fórst
síðastliðinn vetur fjöldi báta með svo mörgum mönnurn*
að frá því landið byggðist munu aldrei á einu ári hafa
drukknað jafnmargir menn“.51
Ekki mun fjarri lagi að áætla mannfjölda á Islandi árið
1685 um 30% af því, sem hann er nú. í ljósi þess setti
manntjónið á góuþrælinn 1685 að samsvara því, að við
misstum nú í sjó á einum degi sem næst 460 menn. En ef
miðað er við tölu drukknaðra allt árið 1685, ætti hún að
jafnast á við það, að við misstum nú í sjó 1 kringum 610
menn á einu ári. Láta mun nærri, að mannfjöldi hér a
landi nú sé ferfaldur á við það sem hann var um aldamótu1
1700. Þess vegna ætti manntjónið, sem varð 8. marz árið
1700, að vera áþekkt því, að nú drukknuðu í sjó 660 íslend-
ingar á einum degi. En ef miðað er við heildartölu drukku-
aðra allt árið 1700, ætti hún að samsvara því, að nú f®er'
ust hér í sjó 740 menn á einu ári. — Það er því ekki út 1
bláinn að kalla 1685 og 1700 sjóslysaárin miklu.
HEIMILDIR
1 Annálsgreinar séra Sigurðar Jónssonar í Holti eru gagnslausar>
að því er rannsóknarefninu viðkemur.
2 Annálar 1400-1800, gefnir út af Hinu ísl. bókmenntafélagi (Ann!
Bmf.) I, 593. — Mælifellsannáll er ekki varðveittur nema í eU1 f
afskrift, mjög gallaðri, eftir Gísla Konráðsson, meðan hann '
ungur viðvaningur. Hannes Þorsteinsson (Ann. Bmf. I, 645
segir hann hafa breytt frumriti gerræðislega, en væntanlega o
ar af mislestri, því Gísli kveðst hafa skrifað upp annálinn e
fúnum óheilum skræðum, sem síðan eru glataðar. Hið rang'®
hinni tilvitnuðu annálsgrein getur því verið verk G. K., en e
verk Ara, og gat orðalag frumrits verið þessu líkt: „•••*" ^
veður með veltubrimi, regni og mik!u fjúki, og á sjávarsiö