Saga - 1971, Side 174
172
EINAR BJARNASON
biskupamir á Hólum, ólafur Rögnvaldsson og Gottskálk
Nikulásson, voru af kunnum norskum ættum.
Mönnum þessum léði lið fjöldi áhrifamanna, leynt og
ósjálfrátt, ef ekki ljóst, og var þeim traustur bakhjarl.
Þegar Ólafur Hjaltason leggur út á biskupsbrautina,
hefur hann líklega ekki haft svo mikið af þessa kyns veg-
arnesti sem fyrirrennarar hans. Ekki er kunnugt, að
frændlið hans hafi verið í ábyrgðar- eða virðingarstöð-
um. Það er hið erlenda konungsvald, sem velur ólaf í bisk-
upsembætti, og því er þess ekki að vænta, að reglunni hafi
verið fylgt, um að velja biskupsefnið úr höfðingjaættuin-
Skortur á ættarskjóli kann að hafa valdið því, hve lítið
sagan lætur yfir Ólafi Hjaltasyni. En ólafi eru falin svo
mikilvæg störf og embætti, að glöggt má sjá, að hann
hefur notið álits, og heldur meira þurftu þeir til frama
en aðrir, sem ekki nutu stuðnings frænda og venzlamanna-
Veikindi kunna að hafa háð Ólafi, einkum á efri árum,
svo sem gefið er í skyn í hinum stutta þætti um hann i
AJM. 254 og 255 fol., en öllu fremur virðist þó veiklyno1
eða eftirlátssemi hans hafa dregið úr virðing manna fyrir
honum.
Biskupsár ólafs liggja milli embættisára tveggja hinn'
stórbrotnustu og ófriðsömustu biskupa á íslenzkum stóh,
og nýtur hann alls ekki þeirrar viðurkenningar, sem
hann e. t. v. ætti að njóta fyrir friðsemi, gæfleika og um
burðarlyndi, vegna aðdáunar fjöldans á hinum tveimur-
Báðir voru þeir kjmsælir, Jón Arason og Guðbrandur Þor
láksson. Niðjar þeirra gátu haldið orðstír þeirra á 1° ’
og ríkir frændur stóðu að þeim á alla vegu. Ólafur Hja^a
son átti fáa niðja og fátæka. Enginn þróttur var í Þelin
til að halda á lofti verðleikum forföður síns.
Það hefur verið um 1540, að Ólafur Hjaltason, sem Pa
hefur verið um fertugt, fær að fylgikonu unga stúlku, 1
lega nálægt tvítugu, Sigríði Sigurðardóttur að nafni.
bækur 17. aldar ættfæra hana ekki. Þær segja hins veg< ;
t. d. í handritunum AM 254 og 255 fol., að Sigríður
hofi