Saga - 1971, Blaðsíða 180
178
EINAR BJARNASON
systursynir hennar, synir Ólafar Jónsdóttur, og móður-
bróðir hennar, Þorvaldur Ámason, og voru þeir í fimmtu
erfð eftir erfðatali Jónsbókar. Hallótta hefur því ekki
átt skilgetin systkini á lífi, er hún dó, fyrir 9. maí 1531»
og böm hennar voru dæmd óskilgetin. Þau eru ekki nafn-
greind, og vita menn nú ekkert um niðja hennar.
Sigurður Sturlason er kaupvottur á Hóli í Kinn 22. apríl
1518, er Þorsteinn Finnbogason kaupir þá jörð hálfa af
Halli Jónssyni, og vottar hann kaupin á sama stað 1-
marz 1520.1 Faðir þessa Sigurðar gæti vel hafa verið
Sturli Sigurðsson, sem er kaupmálavottur 1 Ási 1 Keldu-
hverfi 24. júní 1489, er Sigurður Þorleifsson gekk að eiga
Kristínu Finnbogadóttur lögmanns Jónssonar.2 Sturli er
líklega hinn sami sem sá, er vottar um rekamörk og landa-
merki milli Áss og Kelduness í Kelduhverfi 28. júní 1424,
og er auðséð, að hann er vel kunnugur þar og hefur sjalí'
sagt búið þar í grennd.3
1 IX. bindi fornbréfasafnsins, bls. 227—228, er prenta
skjal, talið frá 16. júlí 1524, samþykkt Ólafar Jónsdóttur
á gerningi þeim, sem Jón biskup Arason og aðrir gerðu
Möðruvöllum í Eyjafirði milli þeirra Ólafar, Sigurðar,
manns hennar, Sturlasonar og Þorvalds Ámasonar uru
jörðina Æsustaði og öll skipti og alla peninga eftir föður
og móður Ólafar. Samþykktin var gerð á Æsustöðum, en
bréfið um hana var gert í Núpufelli.
9. apríl 1526 gekk í Saurbæ í Eyjafirði dómur kvaddui
af Jóni biskupi Arasyni, sem þá hafði sýslu- og konung®
umboð í Vöðluþingi, um ákæru Sigurðar Sturlusonar 1
Þorvalds Ámasonar um arf þann eða gjöf, sem Sigul
reiknaði hafa fallið ólöfu Jónsdóttur, konu sinni, ei
föður hennar og móður, en Þorvaldur taldi sér hafa fa
1 D VIII, 655.
2 D VI, 660.
3 D VII, 213—15.