Saga - 1971, Qupperneq 181
SIGRlÐUR KONA ÓLAFS BISKUPS
179
1 arf eftir systur sína skilgetna. Dómsmenn dæmdu málið
Alþingis, með því að þeir vissu ekki „dóm fyrir liggja
^ður nokkurt skjal, að þeir menn hafi arf tekið, sem í
Utlegð voru getnir eða frillubornir".1 26. september 1526,
1 kirkjugarðinum á Möðruvöllum í Eyjafirði, votta það
^ón biskup Arason og nokkrir aðrir menn, þ. á. m. síra
í Saurbæ Hallsson, Snjólfur lögréttum. Rafnsson,
sem var forsagnarvottur að gerningnum, Magnús lögréttu-
rnaður í Hegranesþingi, síðar á Eiðum, Ámason og Auð-
knn lögréttumaður í Þingeyjarþingi Sigurðsson, að Sig-
Ul’ður Sturlason gaf Þorvald Ámason alveg kvittan vegna
Ólafar konu sinnar um allt það tilkall og alla þá ákæru,
Sem hann og hún máttu þeim peningum veita, sem fallið
höfðu eftir Jón heitinn Jónsson, föður hennar, og Sigríði
heitna Árnadóttur, móður hennar, og voru á Æsustöðum
1 Eyjafirði, í föstu og lausu, „hvort heldur það væri með
erfð eður gjöf og um allan þeirra reikningsskap hinn
fyrra og hinn seinna í hverju helzt sem það væri“, og
skyldi Þorvaldur gjalda Sigurði vegna Ólafar 10 hundruð,
fimm hundruð í þeirra gamla reikningsskap, og þar til
skyldi hann leggja önnur 5 hundruð með málnytukúgildum
°S B hundruðum í köplum og geldfé og 3 hundruðum í
»Öllum peningum svo sem hann mætti selja í sveitinni“
°£ gjalda á tveimur árum, svo framt sem Ólöf kona Sig-
^ðar samþykkti geminginn. Samningsbréf þetta er skrif-
Núpufelli í Eyjafirði 4. desember 1526.2
Nú er auðséð, að samþykktarbréfið, sem nefnt er hér að
^aman og talið er frá 16. júlí 1524, vísar til gemingsins á
Möðruvöllum, sem er ársettur 1526, og er þá ártal annars
v°rs bréfsins eða beggja rangt. Það kemur einnig í Ijós,
önnur afskrift af samþykktarbréfi Ólafar er til, og er
Un ársett 1527. Síðamefnda afskriftin er talin gerð 1704
* D IX, 343—44.
' D IX, 384—88.