Saga - 1971, Side 182
180
EINAR BJARNASON
eftir transscripti frá 5. júní 1573, en hin fyrrnefnda talin
gerð eftir frumritinu. Virðist nú vera Ijóst, að í fyrr'
nefndu afskriftinni hafi ártalið misritazt, og á þá skjalið
nr. 199 í IX bindi fombréfasafnsins að falla burtu, en
skjalið nr. 338 í sama bindi er eflaust rétt ársett og að
öðru leyti samhljóða hinu.
Af héraðsdóminum í Saurbæ frá 9. apríl 1526 má ráða
það, að vafi hefur þótt leika á því, hvort Ólöf Jónsdóttir
var arfbær eftir foreldra sína, og verður ekki annað skilið
en að Ólöf hafi verið getin í útlegð og frilluborin. Ef ólöf
var frilluborin og þótt faðir hennar hafi ekki verið í útlegðj
var hún miklu aftar í erfð eftir móður sína en skilgetinn
bróðir móður hennar var. Því hljóta þau að hafa gifzt foi’-
eldrar Ólafar og hún þannig orðið arfbær við giftingu for'
eldra sinna, ef ekki hefðu verið aðrar hömlur á, en vafinn
hefur leikið á því, hvort hún gat orðið arfbær, er hún var
getin í útlegð, jafnvel þótt foreldrar hennar hafi gif^
eftir útlegðina.
5. maí 1531 gekk dómur í Saurbæ í Eyjafirði um
sem Jón Jónsson kallaði sér fallinn til umboðs vegna barna
sinna eftir Hallóttu heitna Jónsdóttur, en Þorvaldur Árna-
son reiknaði sér hálfan þenna arf eftir systurdóttur sína,
Hallóttu, til móts við syni Ólafar Jónsdóttur. Hallótta
hefur því verið dóttir Jóns á Æsustöðum Jónssonar og
Sigríðar Árnadóttur, systir ólafar konu Sigurðar Sturla-
sonar. Jón Jónsson gat ekki sannað, að hann hefði fest
Hallóttu sér til eiginkonu, og var því Þorvaldi dæmdui
hálfur arfurinn eftir hana, en sonum Ólafar hálfur, og áttn
Þorvaldur og Sigurður Sturlason að taka að sér peninga
hennar. Dómurinn er skráður í Núpufelli 9. maí 1531.1
júní 1541, á Eyrarlandi í Eyjafirði, úrskurðar Ari lögmað
ur Jónsson jörðina Æsustaði í Eyjafirði óbrigðilega eig®
Bjamar Þorvaldssonar í arf eftir Þorvald Árnason föðm
hans, og byggir úrskurðinn á því, að bréf þau, sem Sig
1 D IX, 575—76.