Saga - 1971, Qupperneq 183
SIGRlÐUR KONA ÓLAFS BISKUPS
181
urður Sturlason hafi til andmæla þessari niðurstöðu, vegi
ekki á móti kvittun þeirri, sem þau Sigurður og Ólöf kona
hans gáfu Þorvaldi Árnasyni á sínum tíma fyrir arfi eftir
Jón heitinn Jónsson, og ákvæðunum í lögum um þá, sem
getnir eru í útlegð.1 Þorvaldur hafði ættleitt Björn 16.
1529 og þá gefið honum Æsustaði.2 Sigurðar Sturla-
sonar er enn getið einu sinni í skjölum, sem nú þekkjast.
Hann er þá vottur í Laufási í Eyjafirði 12. október 1544,
en þar er Ólafur Hjaltason þá prestur.
Líklega hefur Sigurður Sturlason búið í Núpufelli í
Eyjafirði, með því að þar eru mörg þau skjöl skrifuð,
SeTn að framan er getið og varða arfsmál konu hans. Böm
hans, sem 1581 eru enn á ómagaaldri, hafa átt nokkrar
eigriir eftir móður sína og móðursystur. Þau eru að lík-
indum fædd á árunum um 1520—1530. Það er ljóst af því,
Sem síðar segir, að það eru þessi börn, sem eru að koma
fram á sjónarsviðið nyrðra á fyrstu árunum eftir siða-
skiptin, öll einhvem veginn á vegum Ólafs biskups Hjalta-
sonar, en ættabækur vita mjög óglögg deili á þeim.
Verður nú rakin leiðin frá þeim til Sigurðar Sturlason-
ar og Ólafar Jónsdóttur konu hans.
í ættleiðingarbréfi Þorvalds lögréttum. Ámasonar frá
1529 til Bjöms sonar hans, sem fyrr er getið, segir, að
ættleiðingu hafi samþykkt Guðrún Ámadóttir, systir
°rvalds, eflaust hin eina systir hans, sem þá var á lífi.
hhiðrún hefur því verið systir Sigríðar konu Jóns á Æsu-
stöðum, móðursystir Ólafar móður Sigurðarbamanna. 1
komlu niðjatalsbroti í handritunum AM. 254 og 255 fol.,
h^entuðu í II. b. Biskupasagna Bókmenntafélagsins, bls.
50, segir frá því, að laungetinn sonur Símonar bónda í
eyningi hafi verið Brandur Símonarson. Kona hans er
ekki nefnd þar, en börn hans eru talin svo: „Sveinbjörn
randsson, Sveinn og Fúsi Brandssynir, Valgerður, Ing-
1 D X, 621.
2 D IX, 490-91.