Saga - 1971, Page 185
SIGRlÐUR KONA ÓLAFS BISKUPS
183
verið mágur Ólafs biskups, með því að engum öðrum er
til að dreifa, sem biskup hefur svo hlúð að, og verður hann
„náfrændi" Arnbjargar Brandsdóttur, ef hann var
sonur Sigurðar Sturlasonar og Ólafar Jónsdóttur.
í bréfabók Guðbrands biskups Þorlákssonar er til minn-
is skráð við árið 1577:
„Fúsi Brandsson á Dæli Svarfaðardal tvær vættir" og
„Sveinbjörn Brandsson hálfur fjórtándi (f) jórðungur“.
^lenn þessir eru væntanlega tveir sona Brands, sem nefnd-
lr eru í fyrrgreindu niðjatali, og er svo að sjá af minnis-
STeininni, að þeir hafi búið í Svarfaðardal. Það kemur vel
heim við það, að systir þeirra hafi verið þaðan.
Sveinbjamar-nafnið á syni Brands Símonarsonar, og
Vsentanlega einnig Guðrúnar Árnadóttur, konu hans, hefur
vakið grun um, að faðir þeirra systkinanna Þorvaldar,
Guðrúnar og Sigríðar Ámabama hafi verið Árni Svein-
bj’ömsson, sem nefndur er í skjali gerðu á Hrafnagili í
Byjafirði 27. september 1490 og var sonur síra Sveinbjam-
ar í Múla Þórðarsonar.1 Af því skjali er víst, að Árni og
^orsteinn bróðir hans, sem þar er einnig nefndur, áttu
skilgetna syni, sem voru erfingjar síra Sveinbjamar afa
sins, og gæti Þorvaldur verið einn þeirra. Ef svo væri,
^ðu auðskilin afskipti Jóns biskups Arasonar af Æsu-
staðaerfðunum, með því að Þorvaldur Árnason hefði þá
Verið systkinabam við Helgu fylgikonu biskups.
Böm Sigurðar Sturlasonar og Ólafar Jónsdóttur, auk Sig-
Dðar, voru samkvæmt framansögðu og samkvæmt líkum
er fram koma í því, sem hér á eftir segir, þessi: Hall-
0r bóndi á Eyrarlandi í Eyjafirði, síra Jón í Laufási, Jón
óndi í Hafrafellstungu í Axarfirði og Filippía kona síra
°ns í Grímstungum Björnssonar. Enn hygg ég, að hafi
Verið Sturli, sem var umboðsmaður Hólajarða í Svarfaðar-
a a tímum Guðbrands biskups, og dreg ég það einkum
a^ nafninu og sambandi hans við biskupsstólinn. Hann
1 Þ VI, 620—22.