Saga - 1971, Page 186
184
EINAR BJARNASON
kann að hafa verið yngstur systkinanna og því ekki eins
augljós stuðningur Ólafs biskups við hann sem bræður
hans, sem ég ætla að verið hafi. Verður nú gerð grein
fyrir þessum systkinum og næstu niðjum þeirra:
Halldór Sigurðsson
er meðal votta á Svalbarði á Svalbarðsströnd 6. maí 1553
að því, að Jón Magnússon seldi Gunnari Gíslasyni í um'
boði Magnúsar sonar síns jarðimar Mannskapshól og
Mýrar á Höfðaströnd fyrir Þórustaði í Eyjafirði.1 25. sept-
ember s. á. er hann einn dómsmanna við Vallalaug 1
Skagafirði.2 28. október 1554 er hann meðal festingaf'
votta í Miklagarði í Eyjafirði er Einar Jónsson festi séi'
Guðnýju Skíðadóttur, systur síra Guðmundar Skíðason-
ar. Ólafur biskup Hjaltason var forsagnarmaður að gevn'
ingi þessum.3 Gemingurinn er skjalfestur á Hólum 1
Hjaltadal 8. janúar 1555. 9. júní 1555 er Halldór ásamt
ólafi biskupi o. fl. transscriptarvottur á Hólum í Iljalta-
dal og 17. júní s. á. sömuleiðis.4 í Dipl. Isl. XIII bls. 76-—'7[
er prentað bréf, sem Ámi Magnússon hefur talið
1552, en útg. fornbréfasafnsins hefur árfært undir árið
1555, sbr. skýringar hans þar, gert í Laufási, 18. ágúst
ef ártalið er 1555, sem lýsir því, að Ólafur biskup Hjalta-
son gaf og galt Halldóri Sigurðssyni í þjónustulaun jai'ð'
imar Neslönd tvenn við Mývatn fyrir 24 hundruð og me
þeim 4 kúgildi, jörðina Refstaði í Laxárdal í Holtastaða-
sókn fyrir 12 hundruð og jörðina Hringver á Tjörnesi fy111
8 hundruð. Var þar tilskilið, að Halldór skyldi gefa Nes-
löndin Bergljótu Ormsdóttur í löggjöf, ef sá ráðahagu1
tækist, sem um var talað þeirra á milli.5 23. október lúo
er Halldór á Marðarnúpi í Vatnsdal meðal brúðkaupsvotta
1 D XII, 557—58.
2 D XII, 617.
3 D XII, 775.
* D XIII, 47.
S D XIII, 76—77.