Saga - 1971, Side 188
186
EINAR BJARNASON
1578.1 1 minnisgreinum Guðbrands biskups um það, hverj-
ir hafi enga tíund goldið 1581, er getið Halldórs á Eyrar-
landi.2 1 þeim er þess einnig getið við árið 1583, að Rasmus>
sennilega erlendur skipstjóri, hafi goldið „ . . . Halldóri a
Eyrarlandi fyrir borðin 60 pör . . .“ og „ . . . Halldóri enn
16 . . . “.3 1 minnisgreinunum um það, sem Ólafur biskup
Hjaltason hafði fargað af jörðum Hólastóls, segir m. a-*
„Halld(óri) S. s. Hringver fyrir Litlutungu fyrir fríða
p(eninga) ógoldna nokkra“ og „Halldóri Sigurðssyni selt
Grímsnes fyrir Refstaði".4
Ættabækur geta Halldórs Sigurðssonar í niðjatali fra
Jóni lrm. á Svalbarði Magnússyni. Elztu heimildirnar, t.
d. AM. 257 fol., bls. 1080, segja ekkert um framætt hans,
en yngri heimildir telja hann sonarson Jóns príors Fmn'
bogasonar. Það, sem yngri heimildirnar herma, er áreið-
anlega rangt, eins og að framan er gerð grein fyrir. Ekki
er Ljótunn Halldórsdóttir talin meðal barna Halldórs °£
Sesselju Þorgrímsdóttur konu hans í AM. 257 fol„
eru þar því sterkar líkur, sem benda á það, að tilgátau
að framan um það, að hún sé dóttir Bergljótar Ormsdótt-
ur, er hafi verið fyrri kona Halldórs, sé rétt, en að visu
mun varla vera tæmandi upptalning á bömum Halldórs og
Sesselju í AM. 257 fol., bls. 1080.
Samkvæmt framansögðu hygg ég, að Halldór ha _
kvænzt Bergljótu Ormsdóttur um 1552 eða 1556, eftir Þ^1
hvort ártalið er réttara á fyrrgreindu gjafabréfi, og do
ir þeirra hafi verið Ljótunn. Hún hefur líka að öllum
öðrum líkindum verið elzt barna Halldórs, sennilega f®
fyrir 1560. Síðari kona Halldórs var Sesselja Þorgrínis
dóttir bónda í Lögmannshlíð Þorleifssonar og k. h. ÞórdiS
ar Jónsdóttur lrm. á Svalbarði Magnússonar. Böm þeii’1'^
voru síra Ólafur, Bergljót og Þórdís. Sigurður er enn a
1 Bréfabók G. b. 156.
2 Br.b. G. b. 196.
3 Br.b. G. b. 237.
4 Br.b. G. b. 317.