Saga - 1971, Page 189
SIGRlÐUR KONA ÓLAFS BISKUPS
187
a)
lnn sonur Halldórs, en ekki eru talin afkvæmi hans í ætta-
tölum. Líklega hefur hann dáið ókvæntur og barnlaus, en
ekki verður fullyrt, hvort hann var fyrri eða síðari konu
barn. Ölafur bóndi á Steinsstöðum í Tungusveit er í góðum
heimildum talinn Halldórsson Sigurðssonar.1 Engum öðr-
kunnum Halldóri en hinum hérnefnda er til að dreifa
a þessum tímum og slóðum, og hygg ég hann hafa verið
Son Halldórs á Eyrarlandi. Hann hefur getað verið fyrri
k°nu sonur, og er það líklegra, með því að hans er ekki
£etið í niðjatalinu frá Jóni á Svalbarði, en um það verður
ekki fullyrt.
Ljótunn, líkl. fædd um 1555—1560, giftist Árna lrm.
í Hegranesþingi, launsyni síra Björns í Saurbæ Gísla-
sonar. Ættartölur nefna ekki mörg börn þeirra og
nekja raunar lítið afkvæmi þeiina í niðjatali frá
Birni Gíslasyni. Þar er þó nefnd Steinunn, en Jóns
er getið í niðjatali frá Magnúsi Irm. á Reykjum
Björnssyni. Jón er vafalaust sonur Ljótunnar, enda
hét einn sona hans Halldór.
Steinunn kona Jóns b. á Þverá, líkl. í Blönduhlíð,
Jónssonar lrm. á Reykjum í Tungusveit Egilssonar.
Ekki er getið nema eins barns þeirra, og hefur lík-
lega ekki annað komizt til aldurs en:
Guðný kona Gísla lrm. í Reykjarfirði í Suðurfjarða-
hreppi Jónssonar. Þau voru barnlaus.
Jón, bóndi í Vallholti í Skagafirði, síðar í Steinnesi
1 Þingi, og þar býr hann 1646.2 Hann átti Sigríði
yngri Gottskálksdóttur lrm. á Reykjum í Tungusveit
Magnússonar. Þau áttu 8 hundruð 1 Harastöðum á
Skagaströnd og lofuðu að selja þau Sigurði sýslum.
1 Héraðsdal Markússyni. Var þessu lýst á Alþingi
1623.3 Börn þeirra eru í ættatölum nefnd Halldór,
aa)
aaa)
bb)