Saga - 1971, Síða 190
188
EINAR BJARNASON
Gvöndur (Guðmundur) og Gottskálk. Lítið verður
nú rakið af niðjum Jóns og Sigríðar, en víst mun þ°
mega telja, að Gunnar sá Gottskálksson, sem 1708
er heimilisfastur á Vindhæli á Skagaströnd og þá 3
ásamt þremur bróðurbörnum sínum 15 hundruð i
Hafstöðum á Skagaströnd, en sjálfur Hafstaðakot,
og 5 hundruð í Litla- Bakka, hafi verið sonur Gott-
skálks Jónssonar. Á Alþingi 1695 er lýst kaupbréfh
dags. 2. apríl 1695. Þar selur Jón Gottskálksson
Gottrúp lögmanni 10 hundruð í Harastöðum á Skagu-
strönd og lofar að selja honum 20 hundruð í jörð'
inni. Jón þessi hefur sjálfsagt verið sonarsonui
Jóns í Steinnesi Árnasonar, sem átti Harastaði eða
hluta af þeim 1623. Jarðeigendur eru svo fáir orðnir
í lok 17. aldar, að varla fer hjá því, að það séu börn
þessa Jóns, sem enn eiga jarðarpart 1708, en börn
þessi, sem að vísu eru ónafngreind, hygg ég vera
þau, sem þá eru í Harastaðakoti, Bergþór 15 ára °S
Sesselja 18 ára, Jónsböm, hjá móður sinni Rann-
veigu Jónsdóttur. Víst er það, að í góðum meturn
hefur fólk þetta verið og ekki blásnautt, með ÞV1
að Bergþór er sá, sem varð lögréttumaður úr Huna'
vatnsþingi. Börnin eru að vísu talin þrjú í jarðabók'
inni, en eru einungis tvö í Harastaðakoti 1703. B1
þriðja er að sjálfsögðu erfitt að finna.
b) ólafur bóndi á Steinsstöðum í Tungusveit, kvsentur
Ingibjörgu Gottskálksdóttur lnn. á Reykjum 1
Tungusveit Magnússonar. B. þ.
aa) Guðrún k. Gunnars sonar síra Egils á Tjörn í Svari
aðardal Ólafssonar og f. k. h. Oddnýjar Sigfúsdót
ur pr. á Stað í Kinn Guðmundssonar. Dóttir þeirra
var móðurmóðir Skúla landfógeta. Gunnar er líkh síl’
sem 1649 býr í Vindhælishreppi.1
bb) Sigríður kona Gísla sonar Andrésar Guðmundsson
1 Skjöl um hylllng Islendinga 1649, bls. 46.