Saga - 1971, Page 194
192
EINAR BJARNASON
bróður síns, sem bjó á Eyrarlandi, og Tómasar b. í Hvaninu
í Fljótum Brandssonar. Undir bréf um kaup þessi skrifar
síra Jón á Svalbarði á Svalbarðsströnd 18. janúar 1564.*
Síra Jón mun vera sá, sem 25. janúar 1563 á Reykjum 1
Tungusveit var vottur að því, að Ólafur biskup Hjaltason
kvittaði Magnús lrm. Björnsson um reikningsskap af
Reykjakirkju.2 12. sept. 1565 er Jón prestur Sigurðsson
transscriptarvottur á Grenjaðarstöðum.3 1 kirknareikn-
ingi frá 1569 segir um eignir Laufáskirkju: „ . . . Er þetta
eftir reikningi herra Ólafs, en síra Jóni þykir nokkru
minna, en vill þó svo vera láta sem herra Ólafur hefm
skrifa látið . . .“.4 20. september 1574 er síra Jón einn
presta í helmingadómi á Grýtubakka.5 * 3. apríl 1592 gekk
dómur á Helgastöðum í Reykjadal um það, að heimild sira
Jóns fyrir jörðinni Arnarvatni, sem var kaupmálabrel
hans, væri ekki nægileg, og var jörðin, sem þá var í eigu
Þorsteins sonar Nikulásar klausturhaldara Þorsteinsson-
ar og bræðra hans, dæmd Hólakirkju aftur til eignar.
19. desember 1594 er síra Jón í helmingadómi á Hrafna-
gili í Eyjafirði.7 Laugardaginn annan í sumri árið 1593»
í Viðvík í Skagafirði, gekk dómur um tilkall Ólafs Jóns-
sonar vegna föður síns, síra Jóns Sigurðssonar, til jarð'
arinnar % Stafnshóls á Höfðaströnd, sem Ólafur biskup
Hjaltason hefði á sínum tíma tekið í „sitt réttarfar" a
Bjarna Sturlasyni. Var síra Jóni dæmd hálf jörðin.8 Bre
Guðbrands biskups, gert á Hólum í Hjaltadal 16. rnaiz
1607, skýrir frá því, að hann hafi á sínum tíma selt síra
Jóni Sigurðssyni Sílisstaði í Kræklingahlíð.9 1 þingabré i
1 D XIV, 27—28.
2 D XIV, 43.
3 D XIV, 420.
4 D XV, 349.
5 Br.b. G. b. 85.
c Br.b. G. b. 467—69.
i Br.b. G. b. 498.
8 Br.b. G. b. 499.
» Br.b. G. b. 563—64.