Saga - 1971, Page 198
196
EINAR BJARNASON
fellstung’u, votta Ólafur biskup Hjaltason og Árni Brands-
son kaup Þorsteins Finnbogasonar og Jóns Sigurðssonar,
er Þorsteinn seldi Jóni 20 hundruð í Mjölbrigðastöðum 1
Fljótum. Bréf um kaup þessi var skrifað daginn eftir-1
Sama dag sem kaupin fóru fram, 27. ágúst 1553, var
gerður kaupmáli Jóns Sigurðssonar og Þórunnar dóttur
Áma Brandssonar og k. h. Úlfheiðar Þorsteinsdóttur
sýslum. Finnbogasonar. Segir þar, að Ólafur biskup Hjalta-
son hafi leitað þessa ráðahags vegna þénara síns, Jóns Sig'
ui’ðssonar. Jón reiknaði sér til kaups við Þórunni 1 hundrað
hundraða og var þar í jörðin Hofstaðir við Mývatn fyrir
40 hundrað og Hóll fyrir 10 hundruð og til viðbótar þessu
aðrir peningar fríðir og ófríðir, og lofaði Ólafur biskup>
að peningarnir skyldu verða fullt eitt hundrað hundraða-
Árni Brandsson reiknaði dóttur sinni 60 hundruð, þar 1
jarðimar Haga og Strandhöfn. Ólafur biskup var f01'
sagnarvottur að gerningi þessum.2
Hér að framan er skýrt frá því, að Jón Sigurðsson var a
Urðum í Svarfaðardal 1. október 1553 og samþykkti þa
sem „náfrændi“ Ambjargar Brandsdóttur ráðahag henU'
ar við síra Stein Ólafsson, ásamt móður hennar. I bréfinn
um þenna geming leynist sönnunargagnið fyrir því, a
Sigurðarbörnin eru hér rétt til ættar færð.
17. ágúst 1554 keypti Þorsteinn Finnbogason jörðma
Hafrafellstungu af Vigfúsi syni sínum handa Jóni Sigur®s
syni. Fyrir jörðina gaf hann Hofstaði við Mývatn, Hólk°
í Laxárdal og Strandhöfn í Vopnafirði.3 18. ágúst lSð
kvittar Þorsteinn Finnbogason Jón Sigurðsson fyrir Þvl'
sem hann átti að gjalda honum fyrir Mjölbrigðastaði 1
Fljótum.4 Jón þessi mun vera sá, sem 8. september 1°
eða 1555 er vottur að kaupmála Eiríks Snjólfssonar
1 D XII, 611—12.
2 D XII, 615—16.
a D XII, 753—55.
4 D XII, 755.