Saga - 1971, Page 201
SIGRlÐUR KONA ÓLAFS BISKUPS
199
Sturli Sigurðsson.
Þótt ekki sé nema nafnið, sem er sjaldgæft, bendir
bað eindregið til frændsemi við framangreinda bræður,
syni Sigurðar Sturlasonar. Sturli Sigurðsson er meðal
votta að því á Barði í Fljótum 1562, að Ólafur biskup
Hjaltason gaf síra Guðmund Björnsson kvittan um reikn-
ingsskap kirkju og staðar á Barði.1 25. janúar 1563 er
hann á Reykjum í Tungusveit vottur að því, að Ólafur
biskup gaf Magnúsi Bjömssyni kvittun fyrir reiknings-
skap Reykjakirkju. Sturli virðist hér vera í þjónustu ól-
afs biskups, og mætti vel ætla, að hann hafi verið yngstur
bessara bræðra og því skemmst getað notið stuðnings
Ölafs biskups, eftir að hann varð fullorðinn. Sturli þessi
er án efa sá, sem síðar varð umboðsmaður Hólastóls yfir
Svarfaðardalsj örðum og getið er árin 1570, 1573, 1575,
1576 og 1577.2 Árið 1573 er Sturli Sigurðsson meðal
virðingarmanna á Holtastaðakirkju.3 Ekkert er nú kunn-
ugt um kvonfang Sturlu eða afkvæmi.
Filippía Sigurðardóttir
er í ættatölum Jóns sýslum. Magnússonar talin systir Sig-
ríðar konu Ólafs biskups og síra Jóns í Laufási. Ættfæislu
bessa hefur Jón án efa frá niðjum síra Jóns í Laufási, sem
Riargir voru í Skagafirði, og er ekki ástæða til annars en
að treysta henni, enda voru niðjar Filippíu kunnir í Skaga-
fú'ði, og frændsemi þeirra við niðja síra Jóns á maigra
vitorði. Filippía átti síra Jón Björnsson í Grímstungum.
^örn þeirra voru Ólafur, Hákon, Þorsteinn, Torfi og Hólm-
fríður.
a) Ólafur f. um 1570 d. 1658, prestur á Miklabæ, kv.