Saga - 1971, Blaðsíða 206
204
BJÖRN SIGFOSSON
málareiptogi, sem yfir stóð. Jafnskjótt og því reiptogi var
lokið með æskilegum hætti, ummyndaðist það hlutverk yíir
í skylduna að sinna vel sögu baráttunnar, einkum síðan
byltingarárið 1848. Greinar um 100 árin næstu þaðan frá
skulu nefndar á eftir, fyrstar af Andvaraefninu 1945-70-
Þessi samfléttun beggja félaga við fornan jafnt sem
ófullgerðan stjórnskipunargrundvöll veikburða þjóðríkis
síðan 1904 mætti ræðast meira, en hér skal aðeins bent a
ártöl. Andvari er jafnaldri stjórnarskrárinnar 1874 og 1-
árg. að mestu helgaður skýringum og gagnrýni á henni-
En Sögufélagið var stofnað í meðvitund um væntanlegan,
lengi þráðan heimflutning landstjórnar, sem varð 1904, -
í meðvitundinni, að um leið og Reykjavík næði höfuðstað-
arhlutverkinu, yrðu fræðimenn búsettir þar að valda sögu-
hlutverkinu, en önnur skyld félög voru þá enn í Höfn.
Við aldarhelftaskiptin 1949, rétt eftir að menn áttuðu siS
á, að við værum lýðveldi jafnrétthátt 4 eldri ríkjum Norð-
urlanda, eins og Jón tæpti á 1876, var Saga stofnuð til að
mæta kröfum seinni aldarhelmings um úrvinnslu úr „öllum
þeim heimildarritum um sögu landsins, sem enn eru til >
og „með þeirri gagnrýni, sem nauðsynleg er til eiginleg1'
ar sagnaritunar. Sagnaritarinn reynir að rekja orsakir at-
burða, tengja þá saman og sýna afleiðingar þeirra. Hann
verður að þekkja til ástands og atburða meðal þeirra þjóða,
sem landsmenn hafa komizt í kynni við á þeim tíma, sem
hverju sinni er um að tefla, og leita þar skýringa á yrnsu,
sem hér hefur gerzt.“ (E. A. forseti Sögufélags).
Stefnuskrá þessi, rituð 1950, er furðulík sögustefnuslö a
Jóns forseta, að slepptri pólitík hans, og grípur talsvert mu
í sögu grannþjóða, en naumast inn í forsögu lengra aftu1
en á víkingaöld. — Réttarsögugrundvöllur stjórnskipuna1-
og menntagrundvöllur ritaldar að íslenzkum fræðum °2
þjóðfrægð vorri um heiminn leiddu til þess, að íslenzka*
hámiðaldir, 1055—1300, að viðbættri byltingu 16. aldaG
urðu lengi það söguviðfangsefni, sem helzt þótti ok
nokkurs vert. Um þau skeið voru bækur og greinar skri