Saga - 1971, Page 209
LAND OG ÞJÓÐ í ANDVARA
207
(1964-65) um sitthvað, er gerist kringum Grím Jónsson
amtmann og Jón Samsonarson. Þegar hef ég getið grein-
ar Sverris um Brynjólf Pétursson og greina eftir hann og
Þorkel Jóhannesson um Skúla fógeta og athafnir hans.
Lúðvík Kristjánsson ritar Svipmyndir úr lífi Þorláks ó.
Johnson (1956). Jón Helgason segir frá örlögum fólks
í greinunum Stúlkan við rokkinn og Skipbrot við Húsnes
(1959-60).
1 inngangi að 1. árg. Sögu var brýnt fyrir höfundum ís-
landssögu, að þeir þurfi að „þekkja til ástands og atburða
^ieðal þeirra (erlendu) þjóða . . . og leita þar skýringa á
ymsu, sem hér hefur gerzt“. Sverrir Kristjánsson er eini
atkvæðamaðurinn, sem reynt hefur það í Andvara í langa
tíð. Ég á við greinarnar Franska byltingin og Napóleon
(1970), Blóð og járn fyrir einni öld (1966) og Skjöl um
skipti á Islandi og Norður-Slésvík árið 1864 (1964). Getið
var Áfanga á leið íslenzkrar sjálfstæðisbaráttu, þar sem
kngsl H. Finsens landshöfðingja við danska Norður-Slés-
Vlk koma fram, en að öðru leyti hlaut Island sem aðrir
Lanaveldishlutar margfalda ógæfu af glímu Dana við her-
togadæmi sín. Sverrir sýnir (1964), að litlu mátti muna,
Island yrði þarna stórveldabitbein, ef það hefði verið
afhent Bismarck til sölu á frjálsum markaði.
En hvað geta hinar tvær greinarnar komið okkar sjálf-
stæðismálum við? — mundi t. d. Páll E. ólason prófessor
1 sögu gjarna hafa spurt. Sverrir og flestir nútímamenn
Svara þessu svo, að í fyrsta lagi var franska byltingin
1789-99 alla 19. öld það baksvið, sem blasti við mönnum
allra þjóðrænna og lýðræðislegra hreyfinga, veröldin var
®kki söm og var á einveldisöldum. Hrun hins heilaga þýzka
eisaradæmis 1806, með framhaldsdeilingu á leifum þess
1866 og 1868 og seinast 1918, innleiddi nýja þjóðríkja-
lflPtingu germanska þjóðabálksins, auk ríkja Vestur-
Java, sem haldizt hafa síðan 1918. Vilji íslendinga til
sJalfstjórnar hefði ekki magnazt, né tækifærin komið hon-
111511 hendur, ef tekizt hefði að stöðva þessa þróun í Evrópu