Saga - 1971, Qupperneq 210
208
BJÖRN SIGF0SSON
og leggja öll völd í fárra stórvelda hendur. Þótt Napóleon
hamlaði gegn sjálfsforræði annarra þjóðríkja en Frakk-
lands (Sverrir 1970), urðu sigrar hans og ný frönsk lög-
gjöf óbeint að tæki og ísbrjóti til að halda opnum siglinga-
leiðum fyrir nýjar kynslóðir á leið til frelsis. Það var í
þessum söguskilningi, sem Jón forseti stóð í Andvara 1876
og fullyrti, að við „getum með sóma verið fjórða þjóðin a
Norðurlöndum“ (honum var óheimilt að telja Finna í hópn-
um, Kristján IX lét það ekki viðgangast í Höfn vegna
mægða við zarinn). — Greinin Blóð og járn, um Bis-
marckskeiðið þýzka, er mikilfengleg og miðar vitanlega við
Evrópusöguna, en ekkert beint við íslenzk málefni.
Fræðsla um kenningar, sem varða stjórnmál og sögu,
kemur fram í ritgerð Ólafs Jens Péturssonar um Henry
George og „einfalda skattinn" (1965) og fyrirlestrinum
Maðurinn í sögutúlkun Machiavellis (1960), sem prófessor
Carlo Schmid flutti í Háskóla Islands 1959.
Lítum snöggvast um öxl til þeirrar upptalningar, sem
gerði á minnisverðum greinum um viðreisnarskeið vort &
19. öld og til fullveldistímans. Ljóst er, að Andvari veit
næga lesendur með áhuga á tímabilinu, þjóðin er ekki hald-
in neinu sinnuleysi um það. Ekki er laust við, að það Ht1
út sem tilviljanir, að menn völdu þessi efni fremur en önu-
ur jafnmerk til könnunar, og enn meiri tilviljunum háð,
hvort höfundar unnu úr efniviðnum eins vel og þeir frek-
ast gátu, eða lakar, en ekki verður af Andvara skafið, uð
margt er þarna ágætt og ástundun lögð á viðburði, sem
snertu þjóð og ríki í heild. Slík heildarsýn birtist miklu
sjaldnar í eftirtöldum ritgerðum t. d. um þjóðveldisske1
ið, — eins og það sjálfstæðisskeið þyki útrætt mál.
Frá landnáms- og söguöld koma efni til ritskýringar’
sem hefur sögugildi, í 4 greinum eftir Arnór SigurjonS
son: Stafvilla í Darraðarljóðum (1959), Trolldómur Eg1 s
Skallagrímssonar (1967), „Arghyrnu lát árna“ (1962)
Glælognskviða Þórarins loftungu (1965), Helgi Haral &
son skrifar: Hvar er Lögberg? (1966), Kristján EldjaU