Saga - 1975, Síða 254
248
LÝÐUR BJÖRNSSON
sóknalýsingum Bókmenntafélagsins,15) að gert hafi verið í Neðri-
Holtaþingum í Rangárvallasýslu um miðja 19. öld. Talsvert af heyi
hefur vafalítið slæðzt með kvistinum undir slíkum kringumstæð-
um, og bæri þessi staðhæfing þá vott um talsverða staðþekkingu
á Suðurlandi. Höfundur Islandslýsingar virðist ennfremur hafa
meiri nasasjón af verkun fisks en að slíkt verði skýrt með öðru en
að gera ráð fyrir nokkrum kynnum hans af slíku, enda drepur hann
á, hver áhrif úrkoma um vertíðir geti haft á verkun aflans og
gæði (bls. 125).
Dr. Jakob hefur verið ljóst, að ýmsir annmarkar eru á þeirri
kenningu hans, að Oddur Einarsson hafi ritað íslandslýsingu, en
úr þeim hyggst hann bæta með því að gera ráð fyrir, að hún sé
uppkast, sem biskup hafi síðan hreinritað að hluta. Hann getur
þess ennfremur, að öll ártöl ritsins séu runnin frá einni og sömu
heimild, afriti eða útdrætti úr Gottskálksannál, sem hljóti að hafa
verið gerður á Hólum, en barst síðan til Kaupmannahafnar. Ljóst
er, að fleiri menn en Oddur biskup geta hafa átt aðgang að ann-
álnum ytra, en dr. Jakob gerir ráð fyrir, að hann hafi borizt til
Kaupmannahafnar fyrir 1590. Jafnvel Sunnlendingar, t. d. Sig-
urður Stefánsson, kæmu til greina. Annars eru ártöl í íslandslýs-
ingu svo fá, að af þeim verða ekki dregnar miklar ályktanir. Þá
er íslandslýsing svo heilsteypt verk og skipulegt, eins og lesendur
geta gengið úr skugga um, að mjög ósennilegt virðist, að um upp-
kast sé að ræða. Hvers vegna skyldi Oddur líka aðeins hafa hrein-
ritað hluta slíks verks?
Dr. Jakob getur þess til, að fslandslýsing sé samin að mestu eða
öllu leyti veturinn 1588—1589. Sú tímaákvörðun fær þó naumast
staðizt. f niðurlagi verksins (bls. 158) er eftirfarandi frásögn: „Þá
hafa menn alloft reynt sig við töfra og galdra í afar hnitmiðuðum
kvæðum með slíkum árangri, að stundum var með ógurlegum sær-
ingum aflétt þungbærum og sérstæðum sjúkdómum, stundum aftur
á móti ekki aðeins velgengni heldur og lífi og heilsu fjandmanna
þeirra, sem í hlut áttu, stefnt í vísan voða. En dæmi þessa eru fú
og eru nú á vorum tímum úr sögunni." Þetta hlýtur að hafa verið
skráð eftir að Kýraugastaðasamþykkt Odds biskups var gerð 1592,
en þar er prestum boðið að refsa þeim, sem látast lækna menn með
kukli, töfrum, rúnum, særingum og kveisublöðum,16) svo þá hefui
þetta tíðkazt. Oddur hlýtur því að hafa samið ritið nokkru efti1
að hann varð biskup, ef hann er höfundur þess. Getur það verið,
að Skálholtsbiskup rugli saman þingaskiptingu Jónsbókar og sýslu-
skiptingunni um 1600, enda er staðhæft í ritinu, að landið skiptist
í 12 sýslur, sem sýslumenn hafi til umsýslu? Sýslur voru um 1600
mun fleiri en 12.17) Hið jákvæða viðhorf Islandslýsingar (bls-