Saga - 1979, Page 8
6
ANNA AGNARSDÓTTIR
mannsson og- Helgi P. Briem,1) hafa fært rök að því, að
breska stjórnin hafi haft í hyggju að kasta eign sinni á
Island, en hin fyrirhugaða innlimun hafi af einhverjum
ástæðum farist fyrir. 1 þessari grein verður reynt að
grafast fyrir um það, hvort það hafi raunverulega verið
ætlun bresku ríkisstjómarinnar að gera Island að hluta
Bretaveldis í lok átjándu eða byrjun nítjándu aldar.
Leitast verður við að gefa sem heillegasta mynd af þeim
tillögum og ráðagerðum, sem nú er vitað að á döfinni voru
um þetta efni. Þar sem þær eru margar og yfirleitt lang-
orðar verður ekki hjá því komist að stikla á stóru.
1785—1799. Barátta John Cochranes fyrir
innlimun fslands.
Fyrstu ráðagerðimar um innlimun Islands á þessu
tímabili, sem þekktar eru, er að finna í skjölum, sem
leynst hafa í Landsbókasafninu í tæpa hálfa öld. Hér er
um að ræða fáeinar langar skýrslur og nokkur bréf, sem
öll eiga það sammerkt að útmála það, hversu hagkvæmt
það yrði fyrir Breta að eignast Island.2) Höfundur þess-
ara skjala var breskur aðalsmaður, „the Honourable" John
Cochrane. Hann fæddist 1750 og var sonur áttunda jarls-
ins af Dundonald.3) Fremur lítið er nú vitað um feril
hans. Hann skrifaði nokkra bæklinga um verslun og sjó-
mennsku,4) árið 1793 annaðist hann öflun aðfanga fyrir
1) Halldór Hermannsson: „Sir Josepli Banks and Iceland", Islandica
(1928), bls. 32 og 40. — Helgi P. Briem: Sjálfstæði Islands 1809
(Reykjavík, 1936) bls. 492—509.
2) Öll þau bréf og skjöl Cochranes, sem hér er rætt urn er að finna
í Lbs. 424 fol.
3) The Scots Peerage (Edinborg, 1906), III, bls. 359—60.
4) Bæklingar Cochranes: „Examination of the Plans Proposed for
the East India Company’s Shipping" (London, 1795) og „The Sea-
man’s Guide“ (London, 1797).