Saga - 1979, Síða 9
RÁÐAGERÐIR UM INNLIMUN ÍSLANDS í BRETAVELDI 7
breska herinn í Norður-Ameríku,1) og í bréfi skrifað
árið 1800 er fullyrt, að hann sé í góðri opinberri stöðu
(possessed of a good office).2) Enda þótt John Cochrane
hafi ekki getið sér mikið orð, naut faðir hans og sumir
bræðra hans mikils álits á þessum tíma.3) Af þeim ástæð-
um, og þar eð hann var sjálfur aðalsmaður, má telja víst,
að hann hafi haft greiðan aðgang að mönnum í valda-
stöðum.
John Cochrane virðist hafa samið þessi skjöl á tímabil-
inu 1796—1801 og sent þau Henry Dundas, sem var her-
málaráðherra Breta og nánasti samstarfsmaður forsætis-
ráðherrans, William Pitts yngra. 1 skjölum þessum kveðst
Cochrane hafa fengið þá hugmynd u.þ.b. tíu árum áður, að
hagkvæmt kynni að gera Island að hluta Bretaveldis.
Lagði Cochrane sig síðan allan fram við að koma þessari
hugmynd sinni í framkvæmd, meðan honum entist ald-
ur til. Ofangreind skjöl bera þessari viðleitni hans vitni.
Hann skrifaðist á við Dani4), hvatti til viðræðna á milli
Danmerkur og Bretlands um eigendaskipti Islands og
sendi hvað eftir annað tillögur til bresku stjómarinnar
um þetta efni.
Tiltölulega stutt er, síðan þessi skjöl Cochranes komu
í leitirnar, og því hefur ekki unnist tími til að sannreyna
efni þeirra í skjalasöfnum Lundúna og Kaupmannahafn-
ar. Á þessu stigi er því vissara að trúa fullyrðingum
Cochranes með fyrirvara. En þar sem tillögur hans eru
D The Scots Peerage, III, bls. 360.
2) 6. júní 1800, Robert Dundas til Henry Dundas, sjá: Holden
Purber, Henry Dundas, First Viscount Melville (London, 1931), bls.
269.
3) Meðal bræðra hans voru: Sir Alexander Forrester Cochrane,
þingmaður og flotaforingi; Archibald, níundi jarlinn af Dundonald;
Andrew Cochrane-Johnstone, þingmaður og landstjóri yfir Domin-
iku. Greinar eru að finna um þá í Dictionary of National Biography.
4) Einn þessara Dana, sem Cochrane virðist hafa átt í miklum
bréfaskiptum við, er því miður ávallt ónafngreindur.