Saga - 1979, Side 10
8
ANNA AGNARSDÓTTIR
skyldar öðrum ráðag’erðum um sama efni, sem fram komu
síðar, og eru einnig til umræðu í þessari grein, þykir rétt
að gera grein fyrir þeim, enda þótt málið sé ekki fullrann-
sakað. Áætlanir Cochranes eru a.m.k. tillögur bresks
aðalsmanns til ríkisstjórnar sinnar, og hafa þær gildi sem
slíkar.
Fyrsta skýrslan er skrifuð 1796.] ) Cochrane lýsir því,
að fyrir um það bil átta eða tíu árum hafi mikill fjárfellir
átt sér stað á Islandi og íslenska verslunarfélagið orðið
gjaldþrota. Danska stjómin vildi koma Islandi til hjálpar
og skrifaði danska ræðismanninum í London, Anker að
nafni, og bað hann að grennslast fyrir um það, hvort
breska stjómin myndi leyfa útflutning á skosku sauðfé
til Islands og að öðru leyti veita Islendingum verslunarað-
stoð. Anker, sem að sögn Cochranes, var náinn vinur hans,
innti Cochrane eftir skoðun hans á málinu. Cochrane
kveðst hafa talið það ólíklegt, að breska stjórnin leyfði
slíkan útflutning eða styddi verslun við Island, nema
verslunin væri í höndum Englendinga einna. Cochrane
stakk hins vegar upp á því, að þar sem Danir ættu fullt
í fangi með að versla við Island á arðbæran hátt, kynni
hagkvæmasta lausnin að vera sú, að Danir létu Island af
hendi við Breta. Anker sendi dönsku stjórninni skýrslu um
þetta samtal. Að fengnu svari tilkynnti hann Cochrane,
að sér hefði verið veitt heimild til að hefja samningavið-
ræður við Breta um að afhenda þeim bæði Island og Fær-
eyjar. Máli sínu til stuðnings sýndi Anker Cochrane um-
boðsbréf sitt* 2), og kveðst Cochrane þar hafa þekkt rit-
hönd Schimmelmanns greifa, sem þá var verslunarmála-
ráðherra Dana og mágur Reventlows greifa, sendiherra
1) Athugun á efni skjalanna (sem mörg eru ódagsett) bendir til
þess, að þessi skýrsla sé sú fyrsta í röðinni.
2) Bréf þetta var, að sögn Cochranes, ritað á frönsku. Það styrkir
sögu hans, að venjan var sú, t.d. að danski utanríkisráðherrann
skrifaði dönsku sendiherrunum á frönsku.