Saga - 1979, Síða 12
10
ANNA AGNARSDÓTTIR
og rætt Islandsmálið ýtarlega við hann. Hefði Banks lofað
að veita þessu baráttumáli þeirra stuðning. Banks hefði
sagt þeim, að hann væri þeirrar skoðunar, að innlimun Is-
lands í Bretaveldi væri „a great national object“, og að
auki væri hann málinu fylgjandi af mannúðarástæðum, þar
sem hann áliti, að hinir snauðu Islendingar myndu efnast
og kætast undir stjórn Bretlands.
Meðal þeirra kosta, sem Cochrane lagði mesta áherslu á,
að innlimun Tslands hefði í för með sér fyrir Bretland, var
það, hversu miklu hagkvæmara væri að stunda fiskveiðar
við Islandsstrendur en Nýfundnaland. Hann benti t.d. á,
að breskir fiskimenn mundu tæplega setjast að á Islandi,
eins og þeir gjarnan gerðu á Nýfundnalandi, og yrðu því
nærtækir til þess að manna breska flotann á stríðstímum. 1
öðru lagi taldi Cochrane, að brennisteinsnámurnar væru
mikilvægur kostur við eignarhald á Islandi. Um brenni-
steinsnámur á Islandi hefði hann fengið upplýsingar frá
Danmörku, meðan á fyrrgreindum umræðum stóð við
Anker, og er það plagg meðal ofangreindra skjala í Lands-
bókasafni.1) Segist hann hafa frétt, að þær væru ótæm-
andi (inexhaustible). Laxveiðar voru einnig nefndar og
vonaðist Cochrane til þess, að hægt væri að senda aflann ís-
aðan til Englands. Ennfremur benti hann á kostina við það
að nota Island, fremur en Ástralíu, sem fanganýlendu.
Fangar mundu vinna sem fiskimenn og þannig kynnast
góðum atvinnuvegi, sem þeir gætu síðan unnið við, þegar
þeir væru leystir úr haldi. Að lokum vakti hann athygli rík-
isstjórnarinnar á þeim möguleika, að Danir opnuðu Is-
landsmið öðrum þjóðum en Bretum eða létu Island af
hendi við einhverja aðra Evrópuþjóð, ef ekld yrði af samn-
ingum við Breta. I seinni skýrslum sínum ræddi Coch-
rane þetta atriði nánar. Hann taldi líklegast, að Danir leit-
!) Á einum stað segir Cochrane, að hann hafi fengið þetta plagg
frá, að því er virðist Ct. S. (erfitt að greina stafina). Ef rétt er
lesið þá mun það væntanlega standa fyrir Count Schimmelmann.