Saga - 1979, Page 13
RÁÐAGERÐIR UM INNLIMUN ÍSLANDS í BRETAVELDI 11
uðu þá til Hollendinga, Frakka, Spánverja eða jafnvel til
Rússa. Þessar Evrópuþjóðir sóttust allar eftir nýlendum,
og- höfðu áhuga á því að auka verslun sína og skipaflota.
Áleit Cochrane, að ekki væri ólíklegt, að Spánverjar hefðu
áhuga á Islandi. Gætu þeir og boðið Dönum mun girni-
legri eyjar í Vestur-Indíum en Bretar.
Greinargerðum Cochranes fylgdu almennar upplýsingar
um íslenska landshætti og aðstæður, og kveðst Cochrane
hafa fengið þær frá Grími Thorkelín.
Meginhugmyndum Cochranes hefur nú verið lýst í
stuttu máli hér á undan. Eins og áður segir, hefur ekki
verið kostur á að leita ýtarlegrar staðfestingar á öllum
fullyrðingum Cochranes í öðrum gögnum frá þessu tímabili.
Þó virðist svo, að heimildargildi upplýsinga hans sé allgott.
Hann fer rétt með flest það, sem unnt er að sannprófa
í fljótu bragði: Peter Anker var konsúll Dana í London
1783—1786, og eftir það varð hann landstjóri yfir dönsku
nýlendunum í Austur-Indíum, eins og Cochrane fullyrð-
ir.1) Ernst Schimmelmann greifi var fjármálaráðherra
og vershmarmálaráðherra Dana og mótaði öðrum fremur
efnahagsstefnu þeirra á þessum árum.2) Reventlow greifi
var sendiherra Dana í Englandi á árunum 1784—1788, og
var hann mágur Schimmelmanns, eins og Cochrane segir3)
Grímur Thorkelín dvaldist í Englandi frá u.þ.b. 1785-6 til
1791 og var tíður gestur á heimili Sir Joseph Banks.4)
Ekki þarf að fara mörgum orðum um Sir Joseph Banks
forseta breska vísindafélagsins (Royal Society), sem flest-
um er kunnugt um. Hann fór í fræga ferð til Islands árið
1772. Á þessu tímabili 1785—1815 var Banks í nánum
D Peter Anker (1744—1832). D(ansk) B(iografisk) L(eksikon), I,
bls. 442—3.
2) Heinrich Ernst Schimmelmann greifi (1747—1831), D.B.L., XXI,
bls. 131—8.
3) Priedrich Reventlow greifi (1755—1828).D.B.L.,XIX,bls.453—4.
Xona hans var Julie Schimmelmann.
4) Halldór Hermannsson, bls. 22—24; D.B.L., XXIII, bls. 610—12.