Saga - 1979, Page 16
14
ANNA AGNARSDÓTTIR
hinn bóginn, að Schimmelmann hafi ekki falið Anker að
grennslast fyrir um útvegun skosks sauðfjár fyrr en að
loknum Móðuharðindum eða um og eftir skipun Lands-
nefndarinnar síðari í febrúar 1785. Þess vegna virðist
óhætt að slá því föstu, að ofangreindar viðræður hafi farið
fram á tímabilinu 1785—1786. Cochrane skýrir frá því, að
í tengslum við vangaveltur hans og Ankers um yfirtöku
Islands, hafi þeir átt viðræður við Sir Joseph Banks. 1
British Museum eru tvö bréf, sem Anker skrifaði Banks á
seinni hluta árs 1785.] ) 1 fyrra bréfinu biður hann Banks
um viðtal um málefni varðandi Island (on account of some
matters conceming Iceland), og í seinna bréfinu kemur
fram, að þessi fundur hafi verið haldinn. Anker minnist
ekkert á innlimun Islands í þessum bréfum, en a.m.k. er
ljóst, að Anker hefur átt viðtal við Banks 1785, hvort sem
Cochrane hefur verið þriðji maðurinn á þeim fundi eður ei.
Skjöl Cochranes benda til þess, að eftir brottför Ankers
frá London 1786 hafi sambandsmál Islands og Bretlands
legið í láginni, uns Cochrane sjálfur endurvekur þau árið
1796 með fyrstu skýrslu sinni til Dundas. Þegar á leið virð-
ist Cochrane hafa orðið efins um, að Bretar hefðu tök á því
að útvega Dönum Crab Island í staðinn fyrir Island. Hins
vegar teiur hann, að það hljóti að vera hægt að fá Dani til
að láta Isiand af hendi, ef gagntilboð Breta verði nógu
freistandi. Stingur Cochrane upp á því í einni greinargerð
sinni, að Dönum verði boðið eitthvert annað landsvæði eða
jafnvel verslunarfríðindi á Indlandi, en þar ráku Danir
mikilvæga verslun.
I nóvember 1799 tilkynnir Cochrane Dundas,* 2) að Danir
séu nú hættir að sækjast eftir eyju í Vestur-Indíum í skipt-
um fyrir Island og hafi nú meiri áhuga á að fá hertoga-
dæmið Láenborg.3)
J) 28. september 1785 og 2. desember 1785, Anker til Banks, B(ritish)
M(useum), ADD MS. 33978.
2) 23. nóvember 1799, Cochrane til Dundas, Lbs. 424 fol.
3) Stundum kallað Saxe-Láenborg (Saxe-Lauenburg).