Saga - 1979, Page 17
RÁÐAGERÐIR UM INNLIMUN ÍSLANDS í BRETAVELDI 15
Það er jafnvel enn líklegra, að Danir hafi haft meiri
áhug-a á þessu hertogadæmi en Crab Island. Það lá að
lfmdamærum Danmerkur suður af Slésvík-Holstein. Á
þessum árum laut þetta hertogadæmi kjörfurstadæminu
Hannover, en Hannoverættin hafði þá ríkt í Englandi,
síðan 1714. Á Vínarfundinum 1814—1815 kom Láenborg
í hlut Prússlands, sem afhenti Dönum það strax í skiptum
fyrir Pommem, sem Svíar höfðu átt.1) Þannig fengu Danir
Láenborg að lokum, þó ekki væri í skiptum fyrir Island. I
raun var það Noregur, sem Danir létu af hendi fyrir
Láenborg, því að Svíum var fenginn Noregur fyrir
Pommern. Árið 1799 virðast Bretar þó hafa sýnt þessari
málaleitan tómlæti. Að minnsta kosti fara engar spurnir
af viðbrögðum þeirra.
1801. Hlutlcysisbandalagi'ö. Fyrri ófriður Breta
og Dana. Tillögur Cochranes og Banks um hernám
Islands.
I ljósi breyttrar stöðu Evrópustjórnmála árið 1801 gerði
Cochrane síðustu tilraun til að vekja áhuga bresku stjórn-
arinnar á yfirtöku Islands. I bréfi,2) sem hann ritar
Henry Dundas í janúar það ár, lýsir hann því, að til þessa
hefðu helstu erfiðleikar við þessa ráðagerð verið þeir, að
Danir og Bretar hefðu ekki getað komið sér saman um
verðmæti Islands, en Danir ekki viljað láta Island af hendi,
Rema þeir fengju umtalsvert endurgjald. Nú hefðu hins
vegar flestar þjóðir í Norður-Evrópu, að Dönum með-
töldum, myndað Hlutleysisbandalag (League of Armed
Neutrality) gegn Bretum. Þar með væri nærtækt að her-
nema Island. Telur Cochrane, að fáein herskip og nokkrar
hersveitir gætu hæglega annast það verk. Vegna veður-
farsins á íslandi sé þó mikilvægt að senda hermenn, sem
]) Stewart Oakley, The Story of Denmwrk (London, 1972), bls. 165.
2) 20. janúar 1801, Cochrane til Dundas, Lbs. 424 fol.