Saga - 1979, Page 18
16
ANNA AGNARSDÓTTIR
vanir séu köldu loftslagi, og leggur Cochrane til, að liðs-
foringjar séu menn, sem verið hafi með breska hernum í
Kanada, en óbreyttir hermenn séu Skotar. Telur Cochrane,
að um þúsund manna slíkt herlið sé nægilegt í þessu skyni.
Það er ýmislegt, sem bendir til þess, að þeir Pitt og
Dundas hafi nú loksins tekið tillögur Cochranes til alvar-
legrar athugunar. Bréf Cochranes er dagsett 20. janúar, en
tíu dögum síðar sendi Sir Joseph Banks ríkisstjórninni
heillanga skýrslu um Island, þar sem hann leggur einnig
til, að Island verði hernumið og innlimað í Bretaveldi.1)
Þessar greinargerðir Cochranes og Banks eru í mörgu
áþekkar, og virðist ekki ósennilegt, að Banks hafi haft ein-
tak af tillögum Cochranes við höndina, þegar hann ritaði
skýrslu sína. Það styrkir þessa tilgátu, að Banks lýsir
skoðun sinni á mörgum þeim atriðum, sem Cochrane
bryddar á. Þá er það greinilegt af orðalagi skýrslu Banks,
að hún hefur verið ætluð einhverjum ráðherranum. Er þar
líklegastur Dundas, þar sem hann var hermálaráðherra,
og skýrslan fjallaði um innlimun lands með hervaldi.2)
Geta má sér til, að Dundas hafi ekki fundist tillögur Coch-
ranes um hernám Islands óálitlegar, og um þær hafi hann
því leitað umsagnar Sir Joseph Banks, helsta breska sér-
fræðingsins um málefni Islands.
Evrópustjórnmál höfðu, þegar hér var komið sögu, snú-
ist á þann veg, sem Cochrane lýsir. 1 desember 1800 höfðu
Rússland, Prússland, Svíþjóð og Danmörk gert með sér
hlutleysisbandalag, sem var bein ögrun við sjóveldi Breta.
Brugðust Bretar og hart við. Lagt var hald á þau skip þess-
arra fjögurra þjóða, sem í breskum höfnum voru, sendar
D 30. janúar 1801, „Remarks Concerning Iceland." B.M. ADD MS.
38356; afrit í British Museum (Natural History), D(awson) T(ur-
ner) C(opies), XII. Halldór Hermannsson birtir skýrsluna í heild,
bls. 25—30; Helgi P. Briem fjallar um hana, bls. 492—3.
2) Halldór Hermannsson hefur giskað á, að skýrslan hafi verið
ætluð utanríkisráðherranum, Grenville barón, (bls. 25).