Saga - 1979, Page 19
RÁÐAGERÐIR UM INNLIMUN ÍSLANDS í BRETAVELDI 17
voru flotadeildir til að hertaka nýlendur Dana í Austur-
og Vestur-Indíum og hafinn var undirbúningur að leið-
angri Nelsons gegn danska flotanum í Kaupmannahöfn.1)
Fyrii*mælin um hernám nýlendna Dana voru gefin út 14.
janúar 1801.2) Eflaust hefur áður farið fram ýtarleg um-
ræða í bresku ríkisstjórninni um það, hvaða nýlendur
Dana Bretar skyldu hernema. Virðist eðlilegast að skoða
greinargerðir Cochranes og Banks í því ljósi. Banks gerir
meira að segja samanburð á því í skýrslu sinni, hvort
heppilegra sé að leggja Island og Færeyjar undir Breta-
veldi eða nýlendur Dana í Austur- og Vestur-Indíum.
Banks var ekki fyllilega sammála Cochrane um ágæti
Islands frá sjónarmiði hagsmuna Breta. Greinargerð hans
er fremur neikvæð að þessu leyti. Cochrane hafði talið,
að fiskveiðar á Islandsmiðum væru á allan hátt miklu
heppilegri fyrir Bretland en á miðum við Nýfundnaland,
en Banks efaðist um að Islandsmið væru samkeppnisfær.
Ekki fannst Banks heldur mikið til íslenska brennisteinsins
koma, en Cochrane hafði talið mikinn feng að honum.
Banks lýsti ástandinu á Islandi svo, að þar virtust allir
íbúarnir, hvar í stétt sem þeir væru, vera vansælir, og taldi
hann, að þeir mundu fagna nýjum húsbændum. Þegar
Banks hafði farið í Islandsferð sína 1772, hefði yfirstétt-
in í landinu verið hlynnt Bretlandi og beðið hann að leggja
það til við ríkisstjórn sína að kaupa Island af Dönum.
Cochrane hafði álitið, að 1000 skoskir hermenn væru nauð-
synlegir til að ná Islandi á vald Breta, en Banks taldi
hins vegar að 500 nægðu til að hernema landið.
Þótt Banks teldi, að eftir litlu væri að slægjast á Is-
landi eins og sakir stóðu, áleit hann engu að síður hyggilegt
') The Cambridge History of British Foreign Policy 1783—1919
(Cambridge, 1922), I, bls. 300—304. James B. Scott (ed.), The Ar-
rned Neutralities of 1780 and 1800, (New York, 1918).
2) Scott, bls. 557.
2