Saga - 1979, Page 20
18
ANNA AGNARSDÓTTIR
að innlima landið, og færði fyrir því rök. Fyrst og- fremst
mundi eignarhald á Islandi auka mjög virðingu Bretlands
(a proud pre-eminence). 1 öðru lagi væri það mannúðarat-
riði að leysa íbúana undan sinni egypsku herleiðingu (from
Egyptian bondage) og í þriðja lagi mundi fsland undir
góðri stjórn Breta verða þeim hagkvæmt, er fram liðu
stundir. Hægt væri t.d. að byggja upp þorsk- og síldveiðar,
og fljótlega gæti fsland sent sjómenn í breska flotann.
Síðast en ekki síst taldi Banks, að hertaka íslands yrði
Dönum mikill álitshnekkir. Orðrétt segir Banks að lokum:
. . . the conquest of Iceland appears to me a wise mea-
sure; it will subject Denmark to a considerable poli-
tical humiliation in the eyes of Europe . . . and tho’
it will not innnediately, it will in due time extend the
commerce, add to the revenue, and increase the nau-
tical strength of the United Kingdom.
Enda þótt stjórn Pitts kunni að hafa haft áhuga á
tillögum Banks og Cochranes, sjást þess engin merki, að
hún liafi reynt að koma þeim í framkvæmd.1) Er reyndar
!) Halldór Hermannsson telur hins vcgar, að stjórn Pitts liafi fylgt
ráðum Banks og ákveðið í janúar 1801 að innlima Island (bls. 30).
Þessa niðurstöðu sína byggir Halldór einkum á bréfi, sem Banks
skriifaði til „Mr. Stephensen of Reikiavick“. (bls. 30—32. Afrit af
bréfinu í D.T.C., XII.) Bréfið ber það með sér, að foringi innrásar-
flotadeildar skuli afhenda það hr. Stephensen við komu sína til
Reykjavíkur. Efni þess er í stuttu máli það, að herra Stephensen
er hvattur til þess að sverja bresku krúnunni trúnað og hollustu
fyrir hönd íslands. Bréf þetta telur Halldór vera ritað árið 1801 og
telur hann það sýna fram á, að það hafi verið ætlun bresku ríkis-
stjórnarinnar að senda herskip til Islands og hernema landið.
Eins og Helgi P. Briem hefur bent á (bls. 498—502), getur
þetta bréf ekki með nokkru móti hafa verið skrifað 1801, þar sem
það lýsir sögulegum atburðum, sem ekki áttu sér stað fyrr en tals-
vert síðar. Telur Helgi, að bréfið sé ritað í desember 1807, og mun
það vera rétt. Þar eð umrætt bréf er nánast það eina, sem ofan-
greind kenning um áform bresku stjórnarinnar varðandi ísland
1801 er reist á, er ástæðulaust að taka þá kenningu alvarlega.