Saga - 1979, Page 21
RÁÐAGERÐIR UM INNLIMUN ÍSLANDS í BRETAVELDI 19
erfitt að sj á,3) að hún hafi haft tækifæri til þess. Skýrsla
Banks er dagsett 30. janúar 1801, og er ljóst, að stjórnin
hefði varla farið að hefjast handa um innlimunaraðgerðir
fyrr en að fenginni þessari skýrslu. En stjórn Pitts féll 3.
febrúar, enda þótt hún sæti að nafninu til, þar til er stjórn
Henry Addingtons var mynduð í mars 1801. Þegar nýja
stjórnin tók við, var ógnun hlutleysissambandsins hins
vegar að mestu úr sögunni, og raunar var friður saminn
milli Englands og Danmerkur síðar á árinu. Við slíkar að-
stæður hefði það verið einkar óskynsamlegt af Bretum
að hernema Island, að því er virðist.
Lítið er vitað um það, hvers vegna John Cochrane hafði
þann áhuga á málefnum Islands, sem raun ber vitni. Til
álita kemur, að hann hafi fyrst og fremst haft í huga eigin
frama. Það var algengt á þessum árum, að einstaklingar,
og ekki síst yngri synir aðalsmanna, sem hlotnaðist lítill
arfur, sendu bresku ríkisstj órninni alls kyns tillögur í
þeirri von að ná sér í embætti(samanber Mackenzie barón
hér að neðan). Virðist slíkt hafa vakað fyrir Cochrane,
einkum þegar tekið er tillit til bréfs, sem hann skrifaði
bróður sínum, þingmanninum Andrew Cochrane-John-
stone, árið 1797.1 2) Þar ræðir hann m.a. ofangreindar hug-
myndir sínar um Island og kveðst vonast til þess, að
Dundas fylgi málaleitan sinni fast eftir og tryggi Bret-
um landið. Siðan segir hann:
As I know how this matter stands in Denmark from
my information from my friend there, I hope when
it is attempted to be negotiated that it will go through
that channel may I oífer to go over to effect it if ne-
cessary. I recommend secrecy to be observed. Re-
member I am to be Earl of Iceland or Baron Mount
Hekla.
1) Eins og reyndar Halldór Hermannsson bendir á (bls. 32).
2) 17. maí 1797, John Cochrane til Andrews Cochrane-Johnstone,
Lbs. 424 fol.