Saga - 1979, Page 22
20
ANNA AGNARSDÓTTIR
En John Cochrane lést hins vegar í London, í nóvember
1801, án þess að verða Islandsjarl.1) Mörgum árum síðar,
árið 1813, tók Andrew bróðir hans þó upp þráðinn með
því að skrifa hermálaráðherranum, Bathurst jarli, og
leggja fyrir hann sömu tillögur og John Cochrane hafði
lagt fyrir Dundas.2) Hann skýrði Bathurst m.a. frá því,
að bæði Pitt og Dundas:
... were so fully impressed with the importance of
possessing Iceland, that it was contemplated to offer
a large sum of money to the Court of Denmark for its
surrender.
Það er erfitt að vita, hversu áreiðanlegur heimildarmað-
ur Andrew Cochrane-Johnstone hefur verið, en það er ekki
ólíklegt, að Pitt og Dundas hafi haft áhuga á því að kaupa
Island af Dönum. Það var algengt þá og síðar, að land-
svæði gengju kaupum og sölum. Cochrane segir á einum
stað, að aðalþrándurinn í götu samninga við Dani hafi
verið að ákveða, hvers virði ísland væri. Líklega hefur
bresku ríkisstjórninni þótt 1.2 milljónir sterlingspunda
allt of dýrt, sérstaklega þar sem þeim hefur verið ljóst
ástand landsins í kjölfar Móðuharðindanna. Banks hafði
skýrt bresku ríkisstjórninni frá því, að tekjur af land-
inu hefðu numið £8.000 árlega,3) þegar hann var á íslandi
árið 1772.
Þótt Pitt og Dundas hafi haft áhuga á því að kaupa
ísland, er mjög ólíklegt, að þeir hafi verið reiðubúnir að
skipta á því og eyju í Vestur-Indíum. Dundas hafði per-
!) Gentleman’s Magazine, LXXI, bls. 1059.
2) 11. september 1813, Andrew Cochrane-Johnstone til Lord Bat-
hurst, P(ublic) R(ecord) O(ffice), W(ar) O(ffice) 1/1129.
3) Miðað við G % ársvexti, eins og venja er í hagsögulegum útreikn-
ingum fyrir betta tímabil, og þessar tekjur var verðmæti Islands
þvi aðeins u.þ.b. £ 133.000.