Saga - 1979, Page 23
RÁÐAGERÐIR UM INNLIMUN ÍSLANDS í BRETAVELDI 21
sónulega mikinn áhuga á Vestur-Indíum,1 *) og eyjar Breta
þar voru taldar efnahagslega og hernaðarlega mikilvæg-
ar.2)
Sá hægagangur, sem einkenndi þessi mál öll, þrátt fyrir
viðleitni þeirra Cochranes og Ankers, og síðar Banks,
bendir til þess, að hvorki breska ríkisstjórnin né sú
danska hafi sótt mjög fast, að af kaupum eða skiptum
yrði. Þetta áhugaleysi stjórnanna kom fram í því að mikið
bil var á milli tilboða Breta og gagntilboða Dana, eins og
Cochrane kvartar yfir. Jafnvel á stríðstímum virðast
Bretar ekki hafa talið hertöku Islands svara pólitískum
og efnahagslegum kostnaði.
1807—1808. Síðari ófriður Dana og Breta. Til-
lögur Banks um innlimun Islands í Bretaveldi.
Síðla sumars 1807 hófst að nýju ófriður á milli Danmerk-
ur og Bretlands. Bretar hernámu aftur eyjarnar í Vestur-
Indíum, sem þeir höfðu skilað Dönum við friðargjörðina
1801, og breski flotinn stöðvaði að mestu siglingar á milli
Danmerkur, Islands, Grænlands og Færeyja. Fregnir um
þessa atburði bárust ekki til Islands þegar í stað, og um
haustið sigldu kaupmenn áleiðis til Danmerkur, eins og
venja var. Á leiðinni lagði breski flotinn hald á mörg kaup-
skipanna og beindi þeim til breskra hafna. Eitt þessara
skipa, De to söstre, sem Bjarni Sívertsen kaupmaður í
Hafnarfirði átti, var fært til Leith.3) Meðal farþega var
Magnús Stephensen háyfirdómari, og var honum leyft að
halda áfram ferð sinni til Kaupmannahafnar. Þaðan skrif-
aði hann bréf til Sir Joseph Banks, sem var gamall vinur
Cyril Matheson, The Life of Henry Dundas (London, 1933), bls.
216; Purber, bls. 99.
~) New Modern Cambridge History, IX, bls. 11.
3) Halldór Hermannsson, bls. 33; Helgi P. Briem, bls. 25.