Saga - 1979, Page 25
RÁÐAGERÐIR UM INNLIMUN ÍSLANDS í BRETAVELDI 28
að í stað þess að reyna að hafa samband við Magnús yrði
íslensku kaupmönnunum í Leith boðið til London til þess
að leggja mál sitt fyrir ríkisstjórnina. Þá gæfist tækifæri
til að kanna afstöðu þeirra til sambands Islands og Bret-
lands, og hvort Islendingar hefðu nú, eins og 1772, þegar
Banks ferðaðist um landið, meiri hug á að tilheyra Breta-
veldi en Danmörku. Til þess að gylla fyrir þeim kostina við
samband við Bretland mætti lofa þeim því, að þeim yrði
aílltaf tryggður markaður fyrir afurðir sínar. T.a.m. mætti
ala blámenn í nýlendum Breta á skreið. Síðan segir Banks:
If in conversation with these people a disposition sa-
tisfying to the King’s servants is found, the Tvende
Söstre and all the Iceland vessels will be liberated on
account of conciliation on the part of this country.
Ef allt gengi að óskum kvaðst Banks hafa í hyggju að
skrifa bréf til Stephensens-fjölskyldunnar á Islandi og
lýsa því tækifæri, sem nú byðist til að gera ísland að hluta
Bretaveldis.1) Ef Stephensens-fjölskyldan væri tilleiðan-
D Hér er greinilega á ferð hngmyndin að bréfinu, sem ritað er um
í neðanmálsgrein á blaðsíðu 18. Bréfið er stílað til ónafngreinds
»Mr. Stephensen of Reikiavick“, enda mátti Banks vita, að Magnús
yrði ekki á Islandi eins og fyrr segir. Bréfið er ritað í desember
1807 skömmu eftir að Banks sendi Hawkesbury ofangreinda grein-
argerð sína. Telja má víst, að það hafi verið hluti af ýtarlegri áætl-
un Banks um innlimun Islands. Enda kvaðst Banks í annarri
skýrslu til Hawkesbury, sem skrifuð var 30. desember, vera búinn
að undirbúa slíka aðgerð í smáatriðum. Það má vel vera, að Banks
hafi sýnt Hawkesbury bréfið, og að líkindum hefði það verið notað,
0f breska stjórnin hefði ákveðið að fara að ráðum Banks. Bæði
Halldór Hermannsson og Helgi P. Briem gera mikið veður út af
þessu bréfi. Hér að framan hefur verið sýnt fram á galla rök-
semdarfærslu Halldórs, og óþarft er að rekja þá sögu aftur. Helgi
telur hins vegar, að Nott skipherra hafi haft bréfið meðferðis, er
hann sigldi til íslands 1809, og hafi verkefni hans verið að leggja
landið undir bresku krúnuna (bls. 501—2, 504—5). Hér á eftir verða
hins vegar færð rök að því, að breska ríkisstjórnin hafi tekið þá
ákvörðun að innlima ísland ekki í Bretaveldi. Sé svo, er erfitt að trúa