Saga - 1979, Síða 27
RÁÐAGERÐIR UM INNLIMUN ÍSLANDS í BRETAVELDI 25
Það er ljóst af þessu bréfi, að Hawkesbury hefur kynnt
sér áætlun Banks eins og henni var lýst hér að framan.
Mikilvægi bréfsins er að auki það, að það er eina skjal-
festa dæmi þess, að breska ríkisstjórnin sem slík hafi
tekið þao til alvarlegrar athugunar að leggja Island undir
Bretaveldi á Napóleonsstyrjaldarárunum.
Næstu mánuði ræddi Banks oft við Hawkesbury um
Islandsmál og sýndi ráðherrann, að sögn Banks, „a very
humane and generous disposition"1) í garð Islendinga.
Haivkesbury fór fram á það við Banks, að hann safnaði
öllum þeim upplýsingum um Island sem hann gæti, og varð
Banks við þessari ósk hans.
Breska stjórnin féllst einnig á þá ósk Banks að leyfa ís-
iensku kauprnönnunum að koma til London.2)Þann 1. des-
ember 1807 stigu kaupmennimir Bjarni Sívertsen, Westy
Petræus og Hans Georg Bredal um borð í kænuna
>,Sprightly“ í Leith og sigldu suður til London.3) Við kom-
una þangað fóru þeir á fund Banks, þar sem þeir voru
spurðir spjörunum úr um Island og ástandið þar. Meðal
skjala Banks er að finna lista yfir þær spurningar, sem
Banks lagði fyrir kaupmennina, ásamt svörum þeirra.4)
Kennir þar margra grasa. Sumar spurningarnar fjölluðu
um landshagi, t.d. fiskveiðar, verslun, embættismenn og
laun þeirra. Aðrar voru í beinum tengslum við áform
Banks. M.a. spurði hann kaupmennina, hvort hermenn og
vopn væri að finna á Islandi, hvort Trampe hefði lífvarðar-
sveit og um afstöðu Islendinga til Bretlands.
I lok desember sendi Banks síðan Hawkesbury ýtarlega
x) 30. desember 1807, Banks til Hawkesbury. Hookers Correspon-
dance í Kew, II; afrit í D.T.C., XVII. Halldór Hermannsson, bls.
36—40. (Þessi tilvitnun bls. 39 hjá Halldóri). Helgi P. Briem, bls.
494—8.
~) 21. nóvember 1807, Banks til Wright, Sutro, bls. 6—7.
3) !• des. 1807, Denovan til Banks, Sutro, bls. 9.
4) Sutro, bls. 58—64.