Saga - 1979, Page 28
26
ANNA AGNARSDÓTTIR
skýrslu um Island eins og hann hafði lofað. Skýrslan byggð-
ist á ofangreindum upplýsingum íslensku kaupmannanna
og þeirri þekkingu, sem Banks hafði aflað sér í Islandsferð
sinni. Að öðru leyti er skýrslan í megindráttum nánari út-
færsla á hugmyndum Banks í ofangreindri nóvember-
skýrslu. Eins og að framan greinir hafði Banks árið 1801
lagt til, að 500 hermenn yrðu sendir til Islands til að her-
taka landið. Hann hafði hins vegar fengið þær upplýs-
ingar, að lítið væri af vopnum í landinu og ekki einn ein-
asti hennaður, og var hann nú frekar andvígur töku Is-
lands með hervaldi. I staðinn lagði hann til, að þjóðinni
yrði gefinn kostur á því að segja sig úr lögum við Dan-
mörku og vinna bresku krúnunni hollustueið. Islendingar
skyldu síðan senda stiftamtmanninn til Bretlands og fá
enskan landstjóra í stað hans. Yrðu þá skip Islendinga
sem í haldi voru í Bretlandi, látin laus ásamt farmi. Hann
endurtók það, sem hann hafði áður sagt, að þegar hann
var á ferð á Islandi, hafi íbúarnir verið „universally desi-
rous of being placed under the dominion of England".
Banks lauk skýrslu sinni með því að viðurkenna, að Haw-
kesbury mundi e.t.v. finnast þessi áætlun vera loftkastala-
leg (utopian and visionary). Væri á hinn bóginn ákveðið að
hrinda málinu í framkvæmd, þá væri hann reiðubúinn að
afhenda nánari drög að áætlun sinni, enda hefði hann nú
velt málinu fyrir sér lengi vel.1)
Breska ríkisstjórnin lét ekki til skarar skríða.2) Um
1) 30. des. 1807, Banks til Hawkesbury sjá bls. 25, neðanmálsgrein 1.
2) Halldór Hermannsson túlkar þessa skýrslu Banks svo (bls. 40),
að árið 1807 hafi breska ríkisstjórnin verið komin á fremsta hlunn
með að framkvæma áætlunina frá 1801, en einhverjir hnökrar (hitch
or hesitation) tafið málið þannig, að ekkert varð úr framkvæmdum.
Umrædd greinargerð er á hinn bóginn aðeins áætlun, sem Banks
leggur fyrir Hawkesbury. Slík skýrsla gefur á engan hátt til kynna,
að ríkisstjórnin hafi verið að því komin að leggja ísland undir Breta-
veldi. Fyrirvarar Banks sjálfs um loftkastalabrag áætlana hans
benda til þess, að þær hafi verið fjarri framkvæmdastigi. Málið