Saga - 1979, Page 29
RÁÐAGERÐIR UM INNLIMUN ÍSLANDS í BRETAVELDI 27
nokkurra mánaða skeið árið 1808 hélt Banks þó áfram að
senda henni upplýsingar um Island og hvetja hana til að
innlima landið. Stjórnin mun samt ekki hafa tekið ákvörðun
af eða á.1) Virðist hún hafa kosið að halda opnum öllum
leiðum og marka ekki að svo stöddu ákveðna stefnu gagn-
vart Islandi.
Rétt er að minnast á það hér, að árið 1808 kom breskt
víkingaskip, Salamine að nafni, til Islands. Skipstjórinn
var Thomas Gilpin, og hafði hann á brott með sér 39.994
rd. úr Jarðabókarsjóðnum. Peningunum var skilað aftur
1811, og er ekki að sjá, að atburður þessi hafi verið í nein-
um tengslum við innlimunaráform Breta.
1809. Valdarán Phelps.
Árið 1809 tók breskur verslunarleiðangur undir forystu
Samuel Phelps kaupmanns völd í Reykjavík. Gengur þessi
atburður undir nafninu „ Jörundarævintýrið" eða „bylting-
in 1809". 1 þessari grein verður atburður þessi þó nefndur
valdarán Phelps af ástæðum, sem skýrast við lestur þessa
kafla.
Sagnfræðingar hafa ritað tiltölulega mikið um atburð-
ina 1809, en eru engu að síður ósammála um orsakir valda-
var formlega ekki komið lengra en það, að Hawkesbury hafði lýst
þeirri skoðun ríkisstjórnarinnar að athuga þyrfti, hvort unnt væri
að hernema Island a.m.k. á meðan á stríðinu stæði, og í fram-
haldi af því beðið Banks að afla upplýsinga. Greinargerð Banks
var svar hans við þessari beiðni. Tilvist hennar felur það auð-
vitað ekki í sér, að breska ríkisstjórnin hafi samþykkt þessa ráða-
gerð. Þvert á móti er ekkert sem bendir til þess að hún hafi gert
það.
B 24. febrúar 1808, Banks til Hawkesbury, (en ekki til Castlereagh
eins og Halldór telur, bls. 45), W.O. 1/1117; afrit í D.T.C. XVII;
Halldór bls. 45—6. — 3. mars 1808, Banks til Cooke (en ekki til
Bjarna Sívertsens, eins og Halldór telur, bls. 48), W.O. 1/1117; afrit
s D.T.C. XVII.