Saga - 1979, Síða 32
30
ANNA AGNARSDÓTTIR
skoðanir Banks, eins og þeim hefur verið lýst hér að fram-
an. Jörgensen er sammála Banks um það, að helsta björg
Islendinga sé að finna í breskri innlimun. Þó viðurkennir
hann eins og Banks, að lítið sé á landinu að græða, og síð-
asta (tilvitnaða)málsgreinin 1 bréfi Jörgensens gæti næst-
um því hafa verið skrifuð af Banks. Það er því næi’tækt
að álykta, að Jörgensen hafi verið kunnugt um skoðanir
Banlts á innlimun Islands. Það styður þessa tilgátu, að
Jörgensen hafði áður hitt íslensku kaupmennina í London,
a.m.k. Bjarna Sívertsen.1) Skömmu áður hafði Banks, eins
og áður er skýrt frá, yfirheyrt íslensku kaupmennina
rækilega um aðstæður á íslandi. Mun þeim vart hafa dul-
ist, hvað í huga hans bjó varðandi Island. Er ekki ólík-
legt að kaupmennirnir hafi látið Jörgensen í té alla sína
vitneskju um þetta efni.
Viðbrögð Banks við bréfi Jörgensens eru ekki skjalfest,
en ótrúlegt er að Banks hafi á þessu stigi málsins farið að
trúa dönskum stríðsfanga fyrir þeim tillögum, sem hann
hafði lagt fyrir bresku ríkisstjórnina. Sú staðreynd, að
þeir áttu eftir að eiga margvísleg samskipti síðar, bendir
þó til þess, að Banks hafi ekki tekið bréfi hans illa.
Jörgensen hafði fengið þær upplýsingar hjá Bjarna Sí-
vertsen, að tólg væri að finna í ríkum mæli á íslandi.
Nokkru síðar hitti Jörgensen James Savignac nokk-
um, sem var starfsmaður hjá sápufyrirtækinu Phelps, Tro-
ward and Bracebridge. Þetta fyrirtæki skorti tólg til sápu-
gerðar, og Jörgensen skýrði Savignac frá því, að miklar
tólgarbirgðir væru til á Islandi og gott færi til verslunar,
þar sem landsmenn skorti mjög ýmsan annan varning. Af
þessu samtali spannst það, að fyrirtækið ákvað að leita
leyfis fyrir verslunarleiðangri til Islands til tólgarkaupa.
I þessu skyni sneri Samuel Phelps, einn eigandi fyrirtækis-
ins, sér til Verslunarmálaráðuneytisins (Board of Trade),
B Eg. MS. 2068, bls. 2; Helgi P. Briem, bls. 63—4.