Saga - 1979, Page 33
ráðagerðir um innlimun íslands í bretaveldi 31
sem hét stuðningi sínum við slíkan leiðangur.1) Voru það
eðlileg viðbrögð, því að vegna hafnbanns Napóleons (the
Continental System) var bresku ríkisstjórninni mikið í
tttun að finna nýja markaði. Ennfremur leitaði Phelps
stuðnings Banks, sem var, eins og frá hefur verið sagt,
uieðlimur í Trúnaðarráði konungs og að auki sérfræðingur
um Islandsmál. Var hann auðfenginn, og mælti Banks með
Jörgensen sem fararstjóra.2) Þann 29. nóvember 1808
veitti Trúnaðarráðið Phelps, Troward and Bracebridge
leyfisbréf til að sigla einu skipi til Tslands til verslunar.3)
1 lok desember 1808 lögðu Jörgensen og Savignac upp frá
Liverpool á skipinu Clarence og komu til Hafnarfjarðar í
janúarbyrjun 1809.
Fyrst í stað voru íslensk yfirvöld ófús að leyfa þeim
verslun, en að lokum var knúinn fram verslunarsamningur,
sem var undirritaður 19. janúar. En verslunin gekk illa af
ymsum ástæðum, einkum þeirri, að kauptíðin hófst ekki
fyrr en í júní.4) Ákváðu þeir félagar því, að Jörgensen
skyldi halda aftur til Bretlands til að skýra frá gangi mála,
eu Savignac yrði eftir á Tslandi að gæta vamingsins.
Savignac sendi yfirmönnum sínum bréf með Jörgensen,5)
þar sem hann mælti svo ákaft fyrir versluninni að fyrir-
^kið ákvað að sækja um leyfi til að senda tvö skip um
sumarið, og að Phelps sjálfur skyldi veita leiðangrinum
f°rystu.
Við komuna til London afhenti Jörgénsen Banks
skýrslu um ferð Clarence ásamt sýnishornum af tólg, æðar-
B Phelps, bls. 53.
) Phelps, bls. 52.
) 29. nóvember 1808, P.R.O., P(iivy) C(ouncil) 2/178. Það var eitt
^ verkefnum Trúnaðarráðsins að veita slík leyfisbréf.
> ref Savignacs til vinnuveitenda sinna, Historical Manuscripts
jTornnission: Bathurst MSS (London, 1923), bls. 85—6.
) Sama heimild.