Saga - 1979, Page 34
32
ANNA AGNARSDÓTTIE
dúni og íslenskri ull.1) Skýrslan hefur glatast, en Jörgen-
sen heimsótti Banks 15. apríl2) vafalítið með Phelps,
því að næsta dag skrifaði Banks merkilegt bréf til Bathurst
jarls, verslunarmálaráðherra Breta.3) Þetta bréf, sem er
alllangt, hefur ekki verið birt áður. Aðalinntak þess er sem
fyrr að hvetja ríkisstjórnina til að innlima Island í
Bretaveldi. Banks segir m.a.:
I have no doubt on this occasion to repeat the opinion
I gave in the autumn of 1807 to my friend Lord Liv-
erpool4), that it is expedient Iceland should be ann-
exed to the Crown of England and never hereafter
separated. The owner of the Clarence offers to make
the conquest, with a privateer, it may certainly be
effected by a gun brig and protected by a frigate
being ordered to look in from the Greenland sta-
tion . . .
Hann fullyrti, að Islendingar sjálfir óskuðu eftir því að
verða þegnar Bretakonungs og mundu ekki veita neitt við-
nám.
Eftir þessu bréfi að dæma virðist Banks hafa gefist upp
á að fá Lord Liverpool til að fallast á innlimun Islands,
en beindi nú spjótum sínum að verslunarmálaráðherranum,
Bathurst. Þar sem ráðuneyti hans hafði sýnt áhuga á
verslunarferð Clarence, voru frá sjónarmiði Banks líkur á
því, að það mundi styðja þetta mál. 1 þessu bréfi er að von-
um kostunum við innlimun Islands hampað mj ög. Rán Gilp-
ins er notað sem dæmi um það, hversu auðvelt yrði að her-
taka landið; verslunin við Island er talin vera mjög arð-
!) 14. apríl 1809, Jörgensen til Banks, British Museum (Natural
History), B(anks) C(orrespondence), bls. 38—9. Skjölin í B.C. eru
innbundin og eru að finna í Botany Library safnsins; Eg. MS. 2068,
bls. 18.
2) Sama heimild.
3) 16. apríl 1809, Banks til Bathurst, B.C., bls. 42—3.
■*) Lord Liverpool bar áður titilinn Lord Hawkesbury.