Saga - 1979, Síða 35
RÁÐAGERÐIR UM INNLIMUN ÍSLANDS í BRETAVELDI 33
bær og íslensku sjómönnunum lýst sem þeim harðfengustu
(the hardiest) í heimi og alveg tilvöldum í breska sjóher-
inn. Þetta síðastnefnda var auðvitað það, sem Hawkesbury
hafði helst sýnt áhuga á árið 1807. Eftirtektarverðast við
þetta bréf er þó það, að Banks var greinilega reiðubúinn til
að nota bresku kaupmennina til að framkvæma sjálfa her-
töku landsins. Bréf Banks sýnir, að það er nánast enginn
vafi á því, að Banks, Jörgensen og Phelps höfðu rætt sam-
an um hugsanlega innlimun Islands í Bretaveldi.1)
Svar Bathursts við þessu bréfi hefur ekki komið í leit-
irnar. Hins vegar má ráða afstöðu bresku ríkisstjórnar-
innar til þessa máls af öðru bréfi, sem Banks skrifaði Sir
George Steuart Mackenzie í maí 1809.2 *) Mackenzie, sem
átti eftir að heimsækja Island 1810, hafði ritað Castlereagh
lávarði, þáverandi hermálaráðherra, skömmu áður og einn-
*£ lagt til, að Bretar hertækju Island, og hafði hann boðist
til þess að fara sjálfur á bresku herskipi og framkvæma
innlimunina.8) Hafði Mackenzie beðið Banks um stuðning
1 niálaleitan sinni. 1 svarbréfi sínu segir Banks:4)
There does not convey the appearance of any dis-
position on the part of Government to take possession
of Iceland nor do I think it likely they should resolve
to do so. I have had many conferences with H.M.’s
ministers about it ...
Þar sem Banks skrifaði Bathurst um miðjan apríl, virð-
ist nokkuð ljóst, að hann hafi fengið neikvæð viðbrögð frá
vikisstjóminni, áður en hann svaraði Mackenzie í maí.
f’lest bendir því til þess, ef það, sem Banks reit Mackenzie
l) Stingur þetta í stúf við þá kenningu Halldórs Hermannssonar,
aP Jörgensen og Phelps hafi ekkert vitað um tillögur Banks til
^kisstjórnarinnar um innlimun Islands. (Halldór, bls. 72, Phelps
Ms. 75).
jb Ödagsett maí 1809, Banks til Mackenzie, B.C. 47v.
) “ö. maí 1809, Mackenzie til Banks, B.C. bls. 46—7.
4) Ódagsett maí 1809, Banks til Mackenzie, B.C. bls. 47v.
3