Saga - 1979, Side 36
34
ANNA AGNARSDÓTTIR
er rétt með farið, að ríkisstjórnin hafi í maímánuði 1809
tekið þá ákvörðun að hertaka ekki Island.
Þrátt fyrir áhugaleysi bresku ríkisstjómarinnar á her-
töku Islands hélt Banks áfram stuðningi sínum við versl-
unaráform Phelps. Meðal skjala Banks er bréf, sem Phelps
skrifaði honum í apríl 1809.3 4) Þar skýrir Phelps Banks
frá því, að hann hafi sótt um herskipavernd handa verslun-
arleiðangri sínum til Islands og æskir þess, að Banks
beiti áhrifum sínum þessu máli til framdráttar. Banks
varð við tilmælum Phelps og mælti með því við Flotamála-
ráðuneytið (Admiralty), að leiðangri Phelps yrði veitt
herskipavemd.2) 1. maí tók Flotamálaráðuneytið þá á-
kvörðun að veita verslunarleiðangri Phelps herskipa-
vernd.3) Fékk Sir Edmund Nagle flotaforingi í Leith
fyrirmæli þess efnis1), og 22. maí hélt herskipið Rover
undir stjórn Francis J. Nott skipherra frá Leith áleiðis
til Islands.5 *) Um svipað leyti fengu Phelps and Co. leyfis-
bréf til að gera út kaupskipin Margaret and Ann og Flora
til Islandsverslunar,0) og héldu þau úr höfn í byrjun júní-
mánaðar, eftir að Phelps hafði fengið víkingaleyfi fyrir
Margaret and Ann.7)
Nott tók land í Hafnarfirði 11. júní 1809. Sendi Savig-
nac honum þegar bréf og sagði farir sínar ekki sléttar.
J) 21. apríl 1809, Phelps til Banks, B.C., bls. 44; 22. apríl 1809,
Phelps til Fjármálaráðuneytisins (Treasury), B.C., bls. 45 (eintak
sent Banks). Sjá einnig Phelps, bls. 54.
2) 2. júní 1809, Barrow til Banks, B.C., bls. 48—9.
3) 1. maí 1809, Special minutes, P.R.O., Adm(iralty) 3/258. Þetta
var í samræmi við hefðbundið meginhlutverk breska flotans að
vernda breska verslun út um heim, ekki síst á styrjaldarárum (sbr.
A.N. Ryan: „The Defence of British Trade with the Baltic 1808—
1813,“ English Historical Review (1959), bls. 444, 450.
4) 1. maí 1809, Wellesley-Pole til Nagle, Adm. 2/1368.
5) Journal of the Procedure of H.M.’s Sloop Rover, Adm. 53/1103.
«) 2. maí og 18. maí 1809, P.C. 2/181.
7) Víkingaleyfi (letter of marque) Margaret and Ann er að finna í
P.R.O., High Court of Admiralty, 25/194, númer 387.