Saga - 1979, Page 37
RÁÐAGERÐIR UM INNLIMUN ÍSLANDS í BRETAVELDI 35
Trampe hafði skömmu áður komið til Islands eftir tveggja
ára dvöl í Danmörku og hafði látið það verða eitt sitt
fyrsta verk að rifta verslunarsamningnum frá 19. janúar.
Savignae beiddi Nott aðstoðar og verndar og lagði fast að
honum að setja „the British trade here upon a permanent
basis".1) Þar sem Nott liafði verið skipað að vernda Is-
landsverslunina og Savignac var breskur þegn með leyfis-
bréf til verslunar á Islandi, féllst hann á að koma Savignac
til hjálpar.2) 1 krafti hervalds síns neyddi síðan Nott
Trampe til samninga, og var verslunarsáttmáli, sem fól í
sér frjálsa verslun milli Islands og Bretlands, undirritað-
ur 16. júní. Síðan sigldi Nott á brott.
Við komu sína til Leith gaf Nott skýrslu um það, sem
gerst hafði á Islandi.3) Skýrði hann m.a. frá því, að auð-
velt hefði verið að leggja landið undir Bretland, en þar
sem hann hefði verið í vafa um ávinning bresku krúnunnar
af slíkri aðgerð, hefði hann hafnað henni (I declined doing
so). Síðan segir hann orðrétt:
So, as the smallest of His Majesty’s cruisers can effect
the same whenever decided and as I had in a manner
secured the trade between the British merchants and
the Icelanders I hope the result of my transactions
will meet with your approbation.
Skýrsla Notts var send til Trúnaðarráðsins til umsagnar.
Lýsti það velþóknun sinni á framferði Notts. Síðan lýsti
Trúnaðarráðið því yfir að:4)
) iúní 1809, Savignac til Nott, Adm. 1/692.
) 3- ágúst 1809, Nott til Nagle, Adm. 1/692.
) Við þetta var ekkert óvenjulegt. Á þeim stöðum, þar sem utan-
nkisráðuneytið breska hafði engan fulltrúa, komu yfirmenn í sjó-
. rnum kaupmönnum oft til aðstoðar og sömdu fyrir þeirra hönd
Vlð viðkomandi stjórnvöld. (J.B. Williams, British Commercial Policy
and Trade Expansion 1750—1850 (Oxford, 1972), bls. 142 og 427).
) 29. ágúst 1809, Cottrell til Beckett, P.R.O., B(oard) of T(rade)