Saga - 1979, Page 41
RÁÐAGERÐIR UM INNLIMUN ÍSLANDS í BRETAVELDI 39
Framangreind lýsing á valdaráninu bendir ekki til þess,
að breska ríkisstjórnin hafi átt þátt í valdaráni þeirra
Phelps. Atburðarásin bendir þvert á móti til hins gagn-
stæða. Nott lét hjá líða að hertaka fsland, er hann var á
landinu, skömmu áður en þeir Phelps komu þangað, og
breska ríkisstjómin (Trúnaðarráð konungs) lýsti yfir
velþóknun sinni á ákvörðun hans. Fyrsti opinberi fulltrúi
bresku krúnunnar, Jones skipherra, er kom til fslands eft-
ir valdaránið, vék stjórn Jörgensens frá og skilaði völdun-
um aftur í hendur embættismanna Dana. Verður ekki
annað séð af eftirmála valdaránsins í Bretlandi1) og síð-
ari stöðuhækkunum Jones,2) en að aðgerð hans hafi notið
fyllsta stuðnings breskra yfirvalda.
Til frekari dæmis um afstöðu bresku ríkisstjómarinnar
uiá nefna grein um valdaránið í málgagni ríkisstjómar-
innar,3) dagblaðinu Courier, 24. október 1809. Þar segir
m.a:.
. . . the proceedings will probably be utterly disavo-
wed. We should not be surprised to hear that Count
Trampe is ordered to be reinstated . . . it is not prob-
able that our Government can have any thoughts of
retaining the island.
Þeir Phelps, Jörgensen, Hooker og Trampe greifi skrif-
uðu allir lýsingar á valdaráninu og atburðunum á íslandi
þetta sumar.4) Enginn þessara manna, sem allir höfðu þó
1) Utanríkisráðuneytið breska var að því komið að draga Phelps
fyrir rétt 1810, þegar þeir Trampe og Phelps komust að sam-
komulagi, sem gerðu slík réttarhöld ónauðsynleg. Sumarið eftir
var umboðsmaður Phelps and Co., Michael Pell að nafni, sendur
fil Islands, þar sem hann m.a. gekk frá flestum skaðabótakröfum
íslendinga.
') Jones lauk ferll sínum sem aðmíráll. Frederick Boase, Modern
English Biography, (L.ondon, 1965), II, bls. 122.
3) A. Aspinall, Politics and the Press 1780—1850, (London, 1949),
btls. 206.
‘) Sjá bls. 28 hér að framan, neðanmálsgrein 1.