Saga - 1979, Page 47
RÁÐAGERÐIR UM INNLIMUN ÍSLANDS í BRETAVELDI 45
svo frá, að Danir vanræktu málefni Islands og Íslendingum
yrði fagnaðarefni að gerast þegnar Bretakonungs. Á
grundvelli þessara upplýsinga lagði Mackenzie það til við
Castlereagh, að herskip yrði sent til íslands til að innlima
landið, og bauðst Mackenzie til þess að veita leiðangrinum
forystu. Vonaðist hann til þess, að hann yrði skipaður
landstjóri á Islandi fyrir vikið. Þó að svar Castlereaghs sé
ekki fyrir hendi, er greinilegt, að tilboði Mackenzie hefur
verið hafnað, þar sem Mackenzie fór ekki til Islands fyrr
en 1810, og þá sem vísindamaður en ekki landstjóri. Hann
virðist þó alls ekki hafa skipt um skoðun, því að í ferðabók
sinni lýsir hann m.a. kostum landsins frá sjónanniði Bret-
iands og segir síðan: ,,the possession of Iceland would not
be too burdensome to England/'1)
& 1811. Captain W.H. Magendie.
Enn einn Bretinn, sem áhuga hafði á innlimun Islands,
var W. H. Magendie. Magendie þessi var elsti sonur bisk-
upsins í Bangor í Wales og var höfuðsmaður 1 breska hern-
Unu Af heilsufarsástæðum hafði hann þó neyðst til að
yfirgefa herinn í Austur-Indíum en undi nú illa iðjuleysi í
Englandi. Hann skrifaði Banks í nóvember 1811 og bauð
fvam aðstoð sína „without a single sordid motive“ við her-
föku Islands.2) Ekki er vitað, hvernig Magendie hafði
spurnir aí þessu áhugamáli Banks. Ofangreint bréf var
Launar annað bréfið, sem hann skrifaði Banks um Island,
en hið fyrra hefur ekki fundist. Svar Banks við fyrra bréf-
lnu fól það m.a. í sér, að helsta mótbára bresku stjórnar-
iimar gegn hertöku Islands væri sú, hversu erfitt kynni að
reynast að verja landið. I síðara bréfinu lagði Magendie
langmesta áherslu á að ræða þetta vandamál, sem hann
) Sir George S. Mackenzie, Travels in the Island of Iceland During
Summer of the Year 1810 (London, 1811), bls. 271.
) 29. nóvember 1811, Magendie til Banks, Sutro, bls. 101—2.