Saga - 1979, Page 52
50
ANNA AGNARSDÓTTIR
... at Regjeringen rimeligen ej ville i nærværende
Krig foretage nogen Forandring i den engang fulgte
Fremgangsmaade og behandling af denne Öe. Saa-
længe den fortræffelige Sir Joseph lever vil vist
intet fjendtlig foretages mod Island.
I bréfi ritað 2. júlí skýrir Mackenzie hins vegar frá
því,1) að Banks hafi að lokum látið undan fortölum hans
og hafi fallist á að senda stjórninni enn eina skýrslu um
mikilvægi þess, að Bretar næðu Islandi á sitt vald. I þess-
ari skýrslu mun Banks, að sögn Mackenzies, m.a. hafa
haldið því fram, að fiskveiðar við Island væru mun hag-
kvæmari en fiskveiðar Breta við Nýfundnaland.
Hér ræðir Mackenzie greinilega um langa ódagsetta
skýrslu, sem Halldór Hermannsson fjallaði um í ritgerð
sinni.2) Skýrsla þessi, sem rituð er líklega í júní 1813, ber
titilinn:
Some notes relative to the ancient state of Iceland,
drawn up uáth a view to explain its importance as a
fishing station at the present time, with comparative
statements rclative to Newfoundland.
I þessari skýrslu hefur Banks fallist á þá skoðun John
Cochranes frá 1796, að fiskimiðin við Island væru mun
hentugri en þau við Nýfundnaland. Þá lýsir hann enn
einu sinni hinni jákvæðu afstöðu Islendinga til þess, að
Bretar keyptu landið af Dönum, og leggur að lokum til,
að Island verði gert að hluta Bretaveldis. Taldi Banks
heppilegast, þegar hér var komið sögu, að staða íslands
1) 2. júlí 1813, Mackenzie til Clausens, Island og Færöer.
2) Þessa skýrslu er að finna í D.T.C. XVII og hjá Halldóri Her-
mannssyni, bls. 75—83. Halldór taldi hana ritaða í lok 1811 eða byrj-
un 1812 (bls. 83—4). En ljóst er af ofangreindum ummælum Mac-
kenzies, og því, að honum barst ekki Islandsbæklingurinn fyrr en í
maí 1813, að skýrsla Banks var rituð á tímabilinu (maí) júní 1813.
(2. júlí, þegar Mackenzie skrifar Clausen, er hún þegar samin).