Saga - 1979, Page 53
RÁÐAGERÐIR UM INNLIMUN ÍSLANDS í BRETAVELDI 51
yrði hliðstæð eyjunni Guernsey í Ermarsundi, en hún var
konungslén (royal fief).
Breska ríkisstjórnin sýndi ekki mikinn áhuga á her-
töku Islands. Þrátt fyrir það lét Mackenzie ekki af áform-
um sínum og sneri sér nú til danskra stjórnvalda. Fyrir
milligöngu danska Islandskaupmannsins, H.P. Clausens,1)
beindi Mackenzie þeirri fyrirspum til dönsku ríkisstjóm-
arinnar, hvort hún væri ekki reiðubúin að láta Island af
hendi við Bretland til bráðabirgða, þar sem það yrði til
þess að forða landinu frá hungursneyð. Á meðan stjórn
Breta á Islandi stæði, þyrftu Danir ekki að bera neinn
kostnað af Islandi, en Bretar myndu á hinn bóginn efla
bseði landbúnað og verslun á Islandi. Mackenzie kvaðst
lita svo á, að Island hefði enga pólitíska þýðingu. Að áliti
hans mundi ofangreint samkomulag bæði vera Dönum hag-
kvæmt og gefa Bretum kost á að framkvæma „en uegen-
uyttig Veldædigheds handling“. Mackenzie tók það þó
skýrt fram í bréfi sínu, að hér væri um að ræða fyrirspum
hans sem einkaaðila án nokkurrar ábyrgðar bresku ríkis-
stj órnarinnar.2)
Haustið 1813 afhenti Clausen danska utanríkisráðherr-
anum, sem um þær mundir var Niels Rosenkrantz, bréf
klackenzies, og ræddi sá síðamefndi þegar efni bréfsins
við Danakonung, Friðrik VI. Enda þótt Rosenkrantz
virðist hafa verið ljóst, að þessi hugmynd um hertöku Is-
lands væri runnin undan rifjum einkaaðila,3) lagði hann
fil við konung, að Clausen yrði sendur til Bretlands í því
skyni að stöðva „disse skadelige foretagende".4) Yrði hlut-
verk Clausens það að freista þess að sannfæra bresku
Hkisstjórnina um að hertaka Islands skaðaði Breta. Ros-
) Mackenzic hafði kynnst Clausen, þegar hann var á Islandi 1810.
2- júlí 1813, Mackenzie til Clausens, Island og Færöer.
) 25. september 1813, Clausen til Rosenkrantz, Island og Færöer.
) 24. september 1813, Rosenkrantz til Friðriks VI., Island og
1 æröer.