Saga - 1979, Page 54
52
ANNA AGNARSDÓTTIR
enkrantz óttaðist, að misstu Danir Island, biðu Færeyja
og Grænlands fljótlega sömu örlög. Friðrik VI féllst á þessa
tillög'u Rosenkrantz, og var Clausen sendur til Bretlands. I
skipunarbréfi hans var stranglega tekið fram, að hér væri
ekki um að ræða opinbera samningaferð. Var Clausen skip-
að að ráðgast við danska ræðismanninn, Hornemann, og
leita stuðnings Sir Joseph Banks við erindi sitt.1)
Friðrik VI. skýrði Rosenkrantz2) frá því, að hann ætti
bágt með að trúa því, að Mackenzie hefði nokkuð óhreint
í pokahorninu viðvíkjandi Islandi, þar sem hann hefði af
mikilli vinsemd sent sér eintak af ferðabók sinni um Island.
Raunar var álit Friðriks á þeim Banks og Mackenzie,
þeirra manna sem hvað mest höfðu barist fyrir innlimun
Islands í Bretaveldi, slíkt, að hann vildi sæma hinn fyrr-
nefnda dannebrogsorðunni. Eftir stríðið gaf konungur
þeim báðum bókagjafir fyrir velvild þeirra í garð Islend-
inga á erfiðleikatímum.3)
Niðurlag
Framundir 1810 hafði breska ríkisstjórnin ekki markað
opinberlega stefnu sína gagnvart Islandi. Þó hafði hún sýnt
Islendingum vinsemd með því að leysa íslensku skipin úr
haldi árið 1808 og leyfa Islandskaupmönnum að reka versl-
un með breskum leyfisbréfum og undir eftirliti breska flot-
ans.
Ein af afleiðingum valdaráns Phelps var sú, að bresk
stjórnvöld ákváðu að marka opinberlega þá stefnu, sem
i) 1. október 1813, Friðrik VI. til Rosenkrantz, Island og Fær-
öer.
2) Sama heimild
3) Mörg bréf um þessar gjafir er að finna aðallega í Rigsarkivet.
Sjá t.d. 26. ágúst 1814, Bourke til Rosenkrantz, D.f.u.A. 1771—1848,
England II Depecher 1814—15; 17. september 1817, Friðrik VI. til
Banks og sama dag til Mackenzie, Ges. Ark. London III, Indkomne
Skrivelser fra D.f.u.A. 1814—17.