Saga - 1979, Side 55
RÁÐAGERÐIR UM INNLIMUN ÍSLANDS í BRETAVELDI 53
þeir ætluðu að fylgja gagnvart Islandi. Þeir Trampe,* 1)
Banks2) og Magnús Stephensen3) höfðu allir farið fiani á
það, að gerður yrði vináttu- og verslunarsáttmáli á milli
Bretlands og Islands. T.d. hafði Trampe stiftamtmaður
beðið Bathurst jarl, utanríkisráðherra Breta, um
... a convention ... by which the neutrality and the
amity may be established and the mutual relations
based on a firm footing.
Akveðið var að verða við þessari beiðni, og var Banks
falið af bresku rikisstjórninni að semja auglýsingu (order-
in-council), sem auk þess að vera verslunarsamningur, átti
að fela í sér það, að Bretar viðurkenndu formlega, að yfir-
ráð yfir Islandi væru enn í höndum Dana, en hins vegar
væri Island undir vemd Bretlands.4) Hinn 7. febrúar 1810
iýsti síðan Bretakonungur því yfir á fundi í Trúnaðarráði
sínu, að af mannúðarástæðum skyldi Island, og einnig
Grænland og Færevjar, teljast hlutlaust í ófriðnum milli
Dana og Breta. Einnig var tekið fram, að sigling skyldi
beimiluð á milli Islands og London og Leith og að Bretum
væri leyfð frjáls verslun á Islandi.5)
Þannig var stefna Bretlands mörkuð gagnvart Islandi.
Á meðan þessi auglýsing var í gildi, gat breska ríkis-
stj órnin ekki innlimað Island löglega. En á hinn bóginn
vRr Island de facto undir vernd Breta. Má reyndar segja,
að Bretar hafi tekið þetta hlutverk sitt nokkuð alvarlega.
nefna t.d., að árið 1813, er íslensk skip voru hertekm
B 6. nóvember 1809, Trampe til Bathurst, Eg. MS. 2067, emtak
1 lörundarskjölum í Þjóðskjalasafni.
2) H. desember 1809, Banks til Liverpool, F.O. 40/1.
3) 22. ágúst 1809, Magnús og Stefán Stephensen til Jones, Adm.
1/1995; 25. ágúst 1809, Magnús Stephensen til Banks, Wisconsm
skjölin.
4) Uppköstin sem Banks hefur gert að auglýsingunni ásamt athuga-
semdum eru í Wisconsin skjölunum.
) Lovsamling for Island, VII, bls. 344—9; 7. febr. 1810, P.C. 2/18o.