Saga - 1979, Page 56
54
ANNA AGNARSDÓTTIR
og flutt til Gautaborgar, áttu mikil bréfaskipti sér stað
milli breskra og sænskra ráðamanna, uns Svíakonungur
féllst á að láta íslensku skipin laus.1)
Á tímabilinu 1785—1815 hvöttu ýmsir Bretar bresku
ríkisstjórnina til að slá eign sinni á Island. Voru þessar til-
lögur undantekningarlaust komnar frá einkaaðilum, sem
virðast fyrst og fremst hafa haft eiginhagsmuni í huga.
Mackenzie sóttist t.d. eftir því að verða landstjóri, Coch-
rane jarl yfir Islandi og Horne and Stackhouse vildu fá
verslunarfríðindi. Eftir myndun Hlutleysisbandalagsins
í janúar 1801, er svo að sjá sem breska ríkisstjórnin hafi
sýnt málinu talsverðan áhuga, þótt það kæmist aldrei í
framkvæmd. Svipuð staða í Evrópustjórnmálum kom upp á
nýjan leik veturinn 1807—1808, er Danir gengu í banda-
lag við Frakka. Lét þá breska ríkisstjórnin kanna, hvort
heppilegra kynni að vera að hertaka Island. Ríkisstjórnin
mun hafa komist að þeirri niðurstöðu, að svo væri ekki, þar
sem hún lýsti því yfir fonnlega árið 1810, að breska krún-
an viðurkenndi rétt Dana til yfirráða yfir Islandi.
Að öðru leyti fara litlar sögur af áhuga ríkisstjórnar-
innar á hertöku Islands og ekkert bendir til þess, að hún
ha.fi nokkurn tíma á þessu tímabili verið komin á fremsta
hlunn með að innlima Island í Bretaveldi. Með tilliti til þess,
hversu auðveld slík framkvæmd hefði verið Bretum á
þessum tíma, er rétt að íhuga ástæðurnar fyrir því, að svo
var ekki gert.2)
Fyrst má benda á það, að óvíst var um efnahagslegan
ábata af íslandi. Bjartsýnustu menn, eins og t.d. Cochrane,
treystu sér ekki til að fullyrða, að um stórfelldan hagnað
gæti verið að ræða. Aðrir, t. d. Banks, töldu að eignarhald
á Islandi hefði kostnað í för með sér a. m. k. framan af
og ef til vill lengst af.
x) Sjá t.d. 25. sept. 1813, Engeström til Douglas, F.O. 73/85.
2) Halldór Hermannsson, bls. 86.