Saga - 1979, Page 57
KÁÐAGERÐIR UM INNLIMUN ÍSLANDS í BRETAVELDI 55
Einnig' má geta þess, að Bretar hefðu orðið að koma á
fót einhverri stjórn á Islandi, ef þeir hefðu lagt landið und-
ir sig. Þar að auki hefðu þeir þurft að hafa smáher á Is-
landi til að vernda landið. Banks minntist á það í bréfa-
skiptum sínum við Magendie, að aðalmótbára bresku ríkis-
stjórnarinnar hefði verið vandamálið um vernd landsins.
Bretar áttu á þessum árum voldugan sjóher, en landher
þeirra var tiltölulega fámennur, og eins og kunnugt er,
áttu Bretar nýlendur út um allan heim, er vernda þurfti.
Þá er að nefna það, að á milli Breta og Dana ríkti ekki
djúp óvinátta. Það er almennt talið, að Danir sem sjóveldi
°g mikil verslunarþjóð hefðu fremur kosið að ganga til liðs
við Breta en Frakka í Napóleonsstyrjöldum. Bæði í Bret-
landi og víðar var sú skoðun ríkjandi, að breska ríkis-
stjórnin hefði gert mikil mistök með því að hefja stórskota-
hríð á Kaupmannahöfn haustið 1807 og sigla síðan buit
Dteð danska flotann, án þess að Danir hefðu gefið tilefni til
árásar. Bretar höfðu í upphafi ófriðarins við Dani her-
tekið nýlendur Dana í Austur- og Vestur-Indíum og einn-
ig eyjuna Helgóland. Mætti því segja, að það hefði verið
að bera í bakkafullan lækinn að hertaka Island, einkum
þtir sem lítill eða enginn hagnaður hefði getað orðið af
því. Ástæðulaust var einnig fyrir Breta að hrella Dani
ítieira en nauðsyn krafði, þar sem ekki var um rótgróinn
fjandskap á milli þeirra og Breta að ræða, eins og vikið
er að hér að framan.
Loks má geta þess, að Bretar gátu haft öll ráð Is-
lendinga í hendi sér án þess að hertaka landið og Danii
Sátu ekki á nokkurn hátt komið í veg fyrir það, eins og
þeim var sjálfum ljóst.1) Bretum var innan handar að
reka frjálsa verslun við Island og Danir gátu ekki rönd
við reist. Bretar gátu, eins og atburðir svo sem Gilpinránið
°g valdarán Phelps sýndu glögglega, lagt undir sig Island
hvenær sem þeim sýndist. Þegar Trúnaðarráðið fékk
X) Helgi P. Briem, bls. 44 og 120.